Þegar ég var litill þá langaði mig til þess og viti menn það gekk eftir og núna hef ég hugleitt í 8 ár og nota ekkert annað… Hugleiðsla, eitthvað fyrir þig??
Annars langaði mig nú bara til þess að gefa þeim sem hafa áhuga á smá upplýsingar um hugleiðslu og hvernig á að framkvæma hana sársaukalaust. Eða svona nokkurnveginn :o)
1. Komdu þér fyrir á púða eða teppi, með bakið beint, hendur í skauti og augun lokuð. Ekki tæma hugan eða neitt svoleiðis, þar sem það er ekki hægt og ekki nota blóm eða kerti til þess að einbeita þér á. Slakaðu bara á í um það bil 5 mínútur, svona til þess að fá tilfinningu fyrir þessu.
2. Ef vel gengur þá er um að gera að færa að færa sig yfir á næsta stig. Það er gert með því að hugleiða á svokallaða möntru: BABA NAM KEVALAM. Mantra þessi er samsett úr þremur orðum BABA sem þýðir “ástkær” og er tilvísun í þitt æðsta sjálf. NAM þýðir “nafn” og KEVALAM þýðir “aðeins”. Segja má að þessa mantra þýði í heild sinni KÆRLEIKURINN ER ALLT SEM ER. Þegar þessi mantra er notuð í hugleiðslu dregur maður inn andan og hugsar BABA NAM og andar frá sér KEVALAM. Jæja þetta er nógu einfalt ekki satt? Ágætt er að byrja á þessu í 2 sinnum 5 mínútur á dag og auka það síðan eftir því sem betur gengur að halda einbeitingu.
Auk þessa er hægt að fá persónulega hugleiðslu, en það er önnur saga fyrir annan tíma.
Eitt gott ráð til þess að muna þegar maður er að byrja á hinni andlegu braut og það er: ef þér mistekst reyndu þá aftur.