Hafiði þið ekki heirt um vitfyrringinn sem kveikti á ljóskeri um hjábjartan morgun, hljóp út á markaðinn og hrópaði í sífellu: „Ég er að leita af Guði! Ég er að leita af Guði!“ þar eð þar voru einmitt margir saman komnir sem ekki trúðu á Guð uppskar hann mikinn hlátur. „hvað þá, er hann tíndur?“ sagði einn. „Hefur hann vilst eins og barn?“ sagði annar. „Eða er hann að fela sig? Er hann hræddur við okkur? Fór hann um borð í skip? Flutti hann úr landi?“ _ þannig hrópuðu þeir og hlógu hver framan í annan. Vitfyrringurinn stökk inn í hópinn og hvessti á þá augum. „Hvert Guð fór?“ hrópaði hann. „Ég skal sega ykkur það! Við drápum hann – þið og ég! Við myrtum hann allir. En hvernig fórun við að því? Hvernig gátum við teygað hafið í botn? Hver lét okkur fá svamp til að þurrka út allan sjóndeildarhringinn? Hvað vorum við að gera þegar við losuðum þessa jörð frá sinni eigin sól? Hvert hreyfist hún núna? Hvert stefnum við? Burt frá öllum sólum? Erum við ekki alltaf að harapa? Aftur á bak og útá hlið, fram, til allra átta? Vitum við lengur hvað snír upp og hvað niður? Ráfum við ekki um í óendanlegu tómi? Andar ekki tómið framan í okkur? Er það ekki að kólna? Er ekki sífelt að skella á nótt? Verður ekki kveikja á ljóskerjum á morgnana? Erum við ekki enn farinn að heira skarkalann í gröfurunum sem eru að grafa Guð?-Erum við ekki farinir að finna hin guðlega náþéf? – Guðirnir rotna líka!
Guð er dauður! Guð heldur áfram að vera dauður! Og við drápum hann! Hvernig eigum við að hughreysta okkur, við morðingjar morðingjananna? Því helgasta og máttugasta sem heimurinn hefur átt blæddi út undan kutum okkar – hver þerrar af okkur blóðið? Með hvaða vatni getum við þvegið okkur? Hvaða iðrunarhátíðir, hvaða heilagleika verðum við að finna upp? Er þessi verknaður ekki svo máttugur að við ráðum ekki við hann? Þurfum við ekki sjálfir að vera guðir til að reynast verðugir?…“ hér gerði vitfirringurinn málhvíld og leit aftur á áheyrundur sína. Þeir þögnuðu líka og horfðu á hann með annarlegum svip. Að lokum kastaði hann ljóskerinu í jörðina svo að það splundraðist og slokknaði á því. „ég er of snemma á ferðinni,“ sagði hann síðan, „minn tími er enn ekki kominn. Þessi óhugnarlegi atburður er enn á sveimi – hann hefur ekki borist mönnum til eyrna. Þrumur og eldingar þurfa tíma, ljós stjarnanna þarf sinn tíma, verknaðir þurfa tíma, líka eftir að þeir hafa verið framdir, til að þeir heyrist og sjáist. Þessi verknaður er lengra frá þeim en fjarlægustu stjörnur, og þó frömdu þeir hann sjálfir,“ – það er sagt vitfirringurinn hafi þennan sama dag ruðst inn í margar kirkjur og birjað þar að singja requiem aeternamdeo. Eftir að hann hafi verið færður út og spurður hvað þetta ætti að þýða hafi hann alltaf svarað því sama til: „Hvað eru þessar kirkjur eiginlega annað en grafir og grafhýsi Guðs?“
Þessi dæmisaga úr glaðbeittu vísundum (Ritgerð eftir Nietzsche) er í raun kjarinn í þerri „skelfilegu“ sannfæringu Nietzsches að Guð sé dauður. Nietzsche taldi sig einungis vera að ljóstra því upp sem þegar væri á allra vitorði. Hins vegar var honum ljóst að menn mindu reyna að halda dauðahaldi í tálsýnina, belkkinguna, þá firru að Guð væri enn til. Og það væri vert að undirstrika sérstaklega þá hugmynd sem fram kemur í söguni hér að framan að mennirnir geti sjálfum sér um kennt að hafa drepið Guð. Það voru þeir sjálfir sem fundu upp vísindin, það voru sjálfir sem afhjúpuðu hvern leyndardóm nátturunar af öðrum. Síðan er litið á þann mann sem vitfirring sem bendir þeim á að þeir hafi sjálfir gengið af Guði dauðum.
Hver er trúinn er það er búið að upplýsa alla leyndardómana? Hver er Guð? Og eins og segir í bibbilíuni verður heimurinn til þangað til að það er búið að mæla það ómælanlega, himingeimin, man ekki alveg rétt orðalag en þetta er inntakið
Þetta finst mér vera sannleikurinn að vissu marki.
Tekið uppúr bók Friedrich Nietzsche sem heitir Handan góðs og ills sem að eftir taldir hafa þítt: Þröstur Ásmundarson og Arthur Björgvin Bollason sem einig skrifaði feiknar góðann inngang.
Thor Krist.