Þar sem er nú liðið seint að hausti og Hleifsmessu lokið vil ég af því tilefni birta sná rollu úr minni persólegu Jurtafræðibók og vona að sum ykkar allavega njóti .. þó það verði margir sem gera það ekki.
***


BERSERKJASVEPPUR - amanita muscaria

EINKENNI

Sveppurinn þroskast seint á haustin, þá seint í Ágúst eða September.
Á fullvaxta sveppnum er hatturinn um 12cm í þvermál (getur orðið allt að 30cm) með áberandi blóðrauðum lit (fagurrauður en gulnar með tímanum), hvítir fjarlægjanlegir flekkir (vörtur) eru dreyfðir um hattinn. Stöngullinn er um 5 - 20cm.

Hann vex á jörðinni á mismunandi skógarsvæðum. Á Íslandi vex hann aðalega í birkiskógum eða lyngmóum með fjalladrapa. Hann er talinn vera eitraður, þó sjaldan banvænn. Þetta er sveppurinn með rauða hattinn og hvítu doppurnar sem við sjáum svo oft í ævintýrabókum ofl.



ÞJÓÐFRÆÐI OG NOTKUN

Berserkjasveppurinn var löngum notaður í Evrópu sem skordýraeitur, þá kraminn og bleyttur upp úr mjólk en einnig var hann notaður vegna geðhrifa (ofskynjunar) verkunar hans, sem fer meðal annars fram í því að neytandanum finnst hann svífa. Neysla sveppsins veldur breyttri eða “útvíkkaðri” vitund og var hann mikið notaður í andlegum eða “spíritískum” athöfnum, þá einna mest í Síberíu.

Smyrsl var unnið úr sveppnum ásamt fleiri jurtum sem kallast “Flug Smyrsl” eða “Grænu Smyrsli”. Þetta notuðu Nornir í Evrópu á miðöldum til að framkalla svokallaðar Yfirferðir (Astral projection, Lifting, crossing) sem er betur þekkt sem Sálfarir í nútímanum. Nudduðu þær þá smyrslinu á kústskaft ( nára og gagnauga) og settust á það, þannig komust þær í annarlegt ástand þegar smyrslið nuddaðist við skapbarma þeirra. Þaðan eru sögur um að Nornir fljúgi á kústum eða hugtakið Gandreið upprunalega komið.

Stíðsmenn (Víkingar) í Norður -Evrópu notuðu líka sveppinn til að komast í visst sturlunar eða Berserks-ástand fyrir bardaga og þaðan dregur sveppurinn nafn sitt.



ÞJÓÐSÖGUR OG GOÐSAGNIR

Í Síberíu er til þjóðsaga um Berserkjarsveppinn eða Wapaq eins og hann kallast þar. Goðið Vahiyinin hrækti á jörðina og upp af hráka hans spratt Wapaq, sagan segir að Stóri Hrafn hafi flogið með Hval til sjávar eftir að hafa borðað sveppinn . Stóri Hrafn varð svo uppnuminn af mætti sveppsins að hann skipaði honum að vaxa að eilífu á jörðinni svo börn hans og menn gætu lært af honum.

Berserkjasveppurinn er víða talinn vera það “Soma” sem minst er á í ritningum Hindúa og ekki síst “Amita” sem minst er á í Búdha ritningum.

Í Norður-Evrópu má oft sjá sveppinn í garðskreytingum og barnabókum umvafinn dvergum, álfum og allskonar furðuverum, þetta má rekja til alda gamalla notkunar á sveppnum ti að reyna að komast í samband við aðra heima.



EFNAFRÆÐILEG ÁHRIF
Virk efni: Ibotanic sýra, muscimol, muscazone og muscarine.

Inntaka:
Að borða* skammt af sveppnum sem nær yfir 1 gr. getur valdið ógleði, en einnig öðrum aukaverkunum sem miðast út frá skammtinum; taugakippum og sjógleika, lækkuðum blóðþrýsting, aukinni svitamyndun, munnvatns og - táramyndun, sjóntruflunum (móðusýn), persónuleika breytingum, vímu, slökun og ofskynjunum.

Í nánast banvænum skömtum veldur hann bólgnum andlitsdráttum, mikilli ógleði og alvarlegum niðurgangi, verk í kviðarholi, móðusýn, öndunar bælingu (köfnun), brjálæðisköstum (fólk gengur berserksgang og þaðan dregur sveppurinn nafn sitt) og sturlun sem fer fram í maníuköstum og rólyndum ofskynjunarsveiflum inn á milli. Áhrifin koma í ljós um 60 mín. eftir inntöku, sumar aukaverkanir dofna eða hverfa eftir um 3 klst. en aðrar vara allt að 10 klst.

Áhrif sveppsins miðað við skömtun er alveg einstaklingsbundin og geta tveir einstaklingar svarað sama skammti mismunandi.

Dauðsföll af völdum Berserkjasvepps eru mjög sjaldgæf og er magn virkra efna sveppsins mismunandi eftir svæðum og árstíðum. Dauðsföll verða þá oftast í formi hjartabilunar eða köfnunar. Margar bækur skrá sveppinn sem sem banvænan og gefa það í skyn að hann sé mun eitraðari heldur en hann í rauninni er.

*A .T. H.
Þetta er eingöngu til fræðslu og þekkingar. Neysla Berserkjarsvepps getur og hefur valdið VARANLEGRI STURLUN og DAUÐA hjá einstaklingum, sem og aðrir geðhrifasveppir og jurtir, EKKI láta ykkur detta það í hug að neyta sveppsins þó svo að dausföll af völdum hans séu sjaldgæf. Þið hafið fengið viðvörun.


KaiangWang