Hafið þið einhvern tímann virkilega pælt í draumum, svona virkilega pælt í þeim?
Undanfarið hef ég pælt mikið í þeim, meina þeir geta þýtt svo mikið.
Hver hefur til dæmis ekki lent í því að vera að slappa af og lygna aftur augunum(til dæmis í strætó), hugsandi um eitthvað/eitthvern og *púff* allt í einu ertu mættur á staðinn og gerandi einhvern hlut. Svo allt í einu hrekkuru upp og fattar að það sem þú virtist hafa verið að gera seinustu mínúturnar voru bara einfaldur draumur eða ætti maður að kalla þetta undirmeðvitundina?
Maður gæti svosem alveg sagt að þetta sé undirmeðvitundin að verki, sérstaklega þegar maður hefur til dæmis verið að horfa á frábæra spennumynd eitt kvöldið og um nóttina þá er maður lentur í svipuðum ástæðum og sjálfur spæjarinn í myndinni.
Þetta getur ekki verið annað en undirmeðvitundin að verki.
En hvað þá með berdreymi? Meina, ekki getur það verið að undirmeðvitundin viti hvað gerist á næstu dögum, eða getur hún það?
Eða jafnvel þegar maður lendir í því að upplifa það sama og maður hefur upplifað í draumi, veit alveg nákvæmlega hvað manneskjan hliðina á manni ætlar að segja næst(De Ja Vu)
Er þetta allt undirmeðvitundin að verki, eða er þetta kannskir einhverjir duldir hæfileikar sem fólk getur kannski þróað með sér ef það virkilega pælir í þessu.
Til dæmis að maður geti bara ákveðið hvað maður vilji dreyma í nótt, til dæmis eiga saman eina nótt með Brad Pitt eða Angelinu Jolie, myndi ekki vera frábært ef maður gætir bara ákveðið þetta svona sisvona?(Er kannski einhver hérna sem getur þetta)
Það hefur allavega sýnt sig að maður getur lært inn á svona hæfileika, eins og til dæmis Lucid Dreaming þar sem maður á víst að geta stjórnað því sem maður gerir, en hey, er það þá ekki svipað og að geta ráðið hvað maður dreymir eða ræður maður kannski bara hvað maður gerir í draumnum? (Allir vitrir um Lucid Dreaming mega svara þessari spurnigu;)
Ég hef lent í Lucid Dreaming nokkrum sinnum og vissi ekki hvað það var fyrr en ég las um það hér á Hugi.is/dulspeki og fattaði þá loksins að það var ekkert að mér, ég upplifði þetta nefnilega alltaf svo illa, leið eins og ég sæi allt í kringum mig en ég gat aldrei hreyft mig úr stað sem er alveg hryllileg tilfinning. Maður horfir bara niður á sig og hugsar af hverju get ég ekki hreyft mig?
Ég hef því miður ekki lent í Lucid Dreaming síðan ég fann út af því hvernig maður höndlar það þannig að ég get ekki enn sagst hafa stjórnað einum Lucid Draumi hjá mér, sem mér langar þó rosalega að prufa.
Ég veit oftast hvenær ég er að dreyma en virðist aldrei geta sagt sjálfri mér það, sem er víst byrjunin á því að upplifa Lucid Dreaming(einhver ráð)
Jæja ég veit að ég hef skrifað einhverja heavy þvælu hérna en ég varð bara að koma þessum pælingum út úr mé