Eg hef ekki verið á huga í nokkurn tíma,svo ég ætla að gera tilraun til greinaskrifta í “endurkomuni”.
Kannski er fólk orðið þreytt á þessari umræðu en þá getur það bara sleppt því að lesa þetta,ég var að lesa greinar um guð bæði hér & annarsstaðar um þetta mál sem að allir hafa gaman af að þræta um. Nú síðast var það grein sem er hér á dulspeki & þar voru aðallega 2 einstaklingar með sitthvora skoðunina(sem er bara hið besta mál) báðir sögðust vera með opin hug & umburðalyndi gagnvart skilningi hins á þessu en það virtist bara vera á yfirborðinu(ekki meint til móðgunar).
Eg persónulega trúi á æðri mátt sem að ég kýs að kalla guð sem er ekkért vera orð en hvað annað,það er enginn maður/kona trúlaus það trúa allir á eitthvað hvað sem að það svosum er,það hafa allir sinn skilning á æðri mætti.
(quote),,Mönnum er ekki ætlað að sjá með augum annarra,heyra með eyrum annarra,né skilja með heila annarra.Hver mannleg vera hefur einstaklingshæfileika,vald & ábyrgð í sköpunaráformi guðs“
Mér finnst trúarbrögð ekki vera í sjálfu sér svo slæm en þegar að menn sem sækjast ekki eftir öðru en völdum ná þeim fer allt til fjandans,þá er það hætt að snúast um guð,heldur aðeins veraldlega græðgi á kostnað meðbræðra & systra.Engin maður er öðrum æðri við erum öll jöfn frammi fyrir guði hverjar sem skoðanir okkar,þjóðfélagsstaða eða annað kann að vera.
Hvað varðar sköpunarsögu bibliunar ætla ég að koma með annað quote.
,,Trúarbrögð verða að vera í samræmi við við vísindi & skynsemi,annars eru þau hjátrú”
Til þess að trúarbrögð geti orðið það sameinigarafl sem þeim er ætlað,þurfa þau að hverfa frá kreddum sem stangast á við vísindin.
Eg tel samt ekki að það sé hægt að sanna eða afsanna tilveru guðs með vísindum einum saman,fyrir mér þýðir það að við séum sköpuð í mynd guðs að við höfum sál & sjálfstæða hugsun sem er jafnframt stærsta gjöf sem að guð hefur gefið okkur,frelsi til að velja & hafna.Sem að kannski þýðir það að ef að við gerum góða hluti & hlustum á samviskuna okkar(sem er kannki guð?)þá fáum við góða hluti til baka,en ef við gerum vonda hluti & neitum að hlusta á samviskuna (guð?) þá erum við ein í myrkrinu & getum ekki notið góðs af guði því að við neitum að sjá hann eða heyra í honum.Guð er innra með okkur öllum,hvort að við erum í sambandi við hann/hana er allt annað mál,það er þetta frelsi sem að við höfum til að velja & hafna,boðorðin 10 eru svona rauður þráður í öllum trúarbrögðum,landslög allstaðar eru byggð á þeim & ég meina eru þau ekki bara kommon sens,ég tel svo vera,eflaust eru einhverjir ósammála því.
Vissulega er það satt & rétt að menn hafa barist í nafni guðs & trúar en það er tel ég bara afsökun,góður frontur fyrir valdasýki & græðgi & almuginn sem ekkért fékk að læra eða lesa bara vissi ekki betur & tók þátt í geðveikini (líkt & í arabaheiminum í dag). Titillinn ætti kannski að vera að vera í sambandi eða ekki vera í sambandi.
En þetta eru bara mínar skoðanir í bland við vangaveltur.
Þessi 2.quote sem koma eru tekinn frá manni sem hét Abdu'l-Bahá.
Allar skoðanir eru velkomnar:)