“Hermann Rauschning, höfundur bókarinnar Hitler talar var í aðstöðu til að fylgjast náið með Foringjanum. Hann var sannfærður um að Hitler væri haldinn öflum utan hans sjálfs, djöfullegum öflum, sem gæddu hann yfirnáttúrulegum krafti. Rauschning sagði meðal annars: ,,Maður kemst ekki hjá því að hugsa um Hitler sem miðil. Hæflleikar miðilsins koma persónuleika hans sjálfs ekkert við. Þeir berast honum utan að. Þeir ná valdi á miðlinum. Á sama hátt virðist ótvírætt að dularfull öfl nái tökum á Hitler, einhverjir óhugnanlegir kynngikraftar, sem gera menn að verkfæri í hendi hans.” Kenningar þess efnis að Adolf Hitler hafi starfað nánum tengslum við einhverja ósýnilega meistara hafa skotið upp kollinum öðru hvoru. Sagnfræðingar hafa átt erfitt með að kyngja þeirri staðreynd að sá maður sem hefur haft hve mest áhrif á gang mannkynssögurnar á þessar öld skuli hafi duflað í göldrum og öðrum hjáfræðum liðinna alda. Þeir sem rannsaka ævi Hitlers hleypidómalaust komast hins vegar ekki hjá því að viðurkenna að töfrar og dulræn reynsla gegndu mikilvægu hlutverki í hugarheimi Hitlers.“ Hermann Rauschning og ýmsir aðrir Þjóðverjar, sem þekktu Adolf persónulega, voru sannfærðir um að Hitler hefði verið haldinn illum öndum í bókstaflegum skilningi þess orðs. Rauchning fullyrti að maður sem hafði náin kynni af Hitler hafi sagt sér:
,,Hitler vaknar stundum á nóttunni með ópum og andfælum. Hann kallar á hjálp. Hann sest fram á rúmstokkinn og situr þar, eins og hann geti hvorki hreyft legg né lið. Hann titrar af ótta, svo að rúmið leikur á reiðiskjálfi. Hann hrópar upp yfir sig algerlega óskiljanleg orð. Hann stendur á öndinni, eins og honum finnist hann vera að kafna. Eitt sinn stóð Hitler á gólfinu í herbergi sínu, riðandi á beinunum, og skimaði tryllingslega í kringum sig. ,,Það var hann! Hann var hérna!” sagði hann með öndina í hálsinum. Varirnar á honum voru helbláar. Svitinn bogaði niður andlitið á honum. Hann romsaði upp úr sér tölum, einkennilegum orðum og slitróttum setningum, sem engin brú var í. Það var hræðilegt á að heyra. Hann notaði kynlega samsettar og algerlega óþýskar orðmyndir. Síðan stóð hann gratkyrr og bærði aðeins varirnar. Hann var nuddaður og honum gefið að drekka. Allt í einu æpti hann upp yfir sig: ,,Þarna, þarna! Í horninu! Hver er þetta?“ Hann stappaði í gólfið og hljóðaði, eins og honum var títt.”
Hinar kynlegu óþýsku orðmyndir, sem Hitler hreytti út úr sér, minna á verndarmöntrur þær sem galdramenn nota til þess að verjast aðsóknum. Ef marka má þá einstaklinga sem telja sig hafa orðið fyrir slíkum aðsóknum fylgir þeim einatt köfnunartilfinning, en Hitler átti einmitt erfitt með andardrátt þegar hann fékk þessi köst. Hér að framan hefur verið greint frá hugmyndum Dietrichs Eckhart og meðlima Thulefélagsins varðandi hina ,,huldu meistara“ eða ,,Konung óttans”. Þessar hugmyndir hljóma eins og óðsmannshjal, en Hitler virðist hafa trúað þeim engu að síður. Í samræðum við Rauschning um þetta efni segir Hitler: ,,Hinn nýi maður er á meðal vor! Hann er hérna! Ég skal segja yður leyndarmál. Hinn nýi maður hefur vitrast mér - óttalaus og ógurlegur. Ég varð hræddur við hann!"
HITLER VAR HALDINN ILLUM ÖNDUM!!!!