Eftirfarandi er grein sem ég birti á skólakork mínum og er andsvar gegn mörgum einstaklingum sem höfðu birt skoðanir sínar gagnvart hinum umdeilanlega guði okkar manna.
DEILUMÁL! :D
“Mér persónulega finnst þetta hlægilegt allt saman. Hver og einn ætti að leyfast til þess að trúa á hvað sem er, sama hvað það er. Ég ætti að geta trúað á hænu og haldið að hún væri ”Guð“, og þið gætuð ekkert sagt við því. Ég hef stúderað þetta í mörg ár, komist að þeirri niðurstöðu að ”Guð“ er ekki til, þó svo að ég gæti trúað að eitthvað æðra væri til staðar.
Mér finnst það fráleitt að persónugera ”Guð“ því ég tel það mjög einkennileg hugsunarfræði, ef þið hafið lesið bókina ”Bréf frá jörðu“ eftir Mark Twain, þá ættuði að sjá af hverju.
Svo ef við reynum að halda því fram að ”Guð“ sé til, og ekkert hægt að segja við því, þá erum við í raun að reyna að rengja flest önnur trúarbrögð, í því felst mikil hræsni og þröngsýni. T.d. í múslimatrú má ekki einu sinni teikna mynd af ”Allah“ því ”það“ er ekki eitthvað til að teikna, ofar okkar skilning, við erum of ómerk til þess nokkurntíma geta teiknað Allah.
En þó, grunnur allra trúarbragða er mjög skýr og í raun mjög einfalt að skilja af hverju við myndum okkur trú á æðri mátt. Í byrjun siðmenningar vorum við mennirnir mjög einfaldir í hugsun, í hvert sinn sem eitthvað bjátaði á, þá þurftum við að kenna einhverju um. Við þurftum eitthvað til að hræðast, og ekki bara hræðast, heldur líka elska. Við þurftum að gera okkur upp mynd að einhverju sem væri svo fallegt og samt svo hræðilegt. Eitthvað sem gæti haft völd yfir því hvort við öðlumst ánægju, eða sorg.
Lítum á fyrstu trúarbrögðin, það var trúað á sólina og dýrin, jafnvel eldinn þegar hann kom til sögunnar. Og af hverju? er það ekki af því að þetta er eitthvað sem veitir líf, hefur vald til að taka það, og jafnvel ef eitthvað fer úrskeiðis, þá er hægt að kenna þeim um, og hræðast.
Þannig er einmitt rót allra trúarbragða, rót allra bæna, biðja fyrir því að veita okkur ánægju, og hræðast yfir því gagnstæða. Því ef við verðum ekki stillt, þá mun ”Guð“ hefna sín.
Svo þegar leið á tímann fóru menningarsamfélög að sjá það að trúarbrögð halda fólki með stáltaumi. Fólk fer að hræðast og heldur sig við siðferðislegra líf. Og þannig er það bara, fólk var neytt til þess að trúa því það ”heldur“ þeim stilltum.
Nú eru tímar aðrir, fólk er að flykkjast úr hinum og þessum trúarbrögðum og neita því að trúa á eitthvað yfir höfuð. En það er samt ekki alveg rökrétt. Ef hugsað er um trú í stóru samhengi, þá sjáum við bara að ef einstaklingur er t.d. Kristnitrúar, þá keyrir einstaklingurinn sig sjálfann áfram í það að lifa heiðvirðu og friðsömu lífi, og oftast virkar það. En ekki má horfa framhjá þeirri staðreynd að það eru trúarbrögð sem hafa orsakað alltof mörg stríð, t.d. má líta á Ísrael og Pakistan, hafa verið í stríði frá stofnun Ísraelsríki 1947-48.
Þannig að litið yfir heild.. trúum á eitthvað, það borgar sig, og dirfumst ekki til að rengja einn né neinn hvort eitthvað í sambandi við hans trú sé til eða ekki. Það er siðferðislega rangt.”
takk fyrir..
Acidious
Endilega segiði ykkar skoðanir, þetta er mín.
„Religion is something left over from the infancy of our intelligence, it will fade away as we adopt reason and science as our guidelines.“
-Bertrand Russell (1872-1970)