Margir hafa fengið þá ranghugmind í gegn um tíðina að trúarbragð sé eða þurfi að vera einskonar íhald eða stafur fyrir mannkynið. Löngum var það sagt þegar ég var að alast upp að maðurinn hafi skapað Guð sem einhverskona hækju til hjálpar fólki sem er deyjandi.
Hvaðan kom svosum þessi hugmynd um himnannaríki og Forgarða Helvítis?
Ég hef heirt á mörgum stöðum þegar ég spyr fólk um trúnna og Biblíuna, að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd…en ef guð skapaði manninn í sinni mynd þá hlítur Guð að hafa verið maður?!?!?! Þetta fær mig til þess að hugsa.

Svo er það biblíunnar mál sem er allt önnur saga.
Og einnig túlkun kirknanna á Biblíunni.
T.D. Fríkirkjan skírir ungabörn stuttu eftir fæðingu, hér á árum áður var það kallað synda aflausn.
Ætlar einhver að segja mér það að 2 mánða gamalt bar sé syndugt gagnvart algóðum Guð?
Ætlar einhver að segja mér að þó móðir barnsins hafi getið barnið útan hjónabands, að syndin liggi á barninu?

Hérna ætla ég að taka sem dæmi rangtúlkun Biblíunnar:
“Sannlega sannlega segi ég yður í dag yður mun vera með mér í Himnaríki”

Hér er þessi texti tekinn ú Biblíunni beint úr elstu ritum manna, og má til gamans geta að kommur, tvípunktar og semíkommur voru ekki til þá.

“Sannlega sannlega segi ég yður, í dag yður mun vera með mér í Himnaríki”


“Sannlega sannlega segi ég yður í dag, yður mun vera með mér í Himnaríki”


Sjáið bara hvernig þessar setningar breitast með einni kommu!
Þetta fær mig til að hugsa