Ég er mikill efahyggjumaður. Og dreg flest allt í efa. Ennig þetta. En þetta með yfirskilvitleg fyrirbæri er búið að vera nokkuð í umræðu hérna á huga. Ég hef kannski eitt svar við því hvernig hægt væri að viðurkenna eða sanna tilvistar sálar og síðan “náðargáfu2 þeirra sem kallaðir hafa verið skyggn
Skynfæri manna eru 5. Sjón, snerting, bragð, lykt, heyrn. Síðan eru það sumir sem halda að það sé til 6 skynfærið.
Ég skal viðurkenna það að það getur verið til.
Ég hef oft orðið fyrir því að þegar ég er í samræðum við einhvern eða nálægt einhverjum. Og þá mjög afslappaður þá veit ég oft hvað einhver ætlar að segja, og það nær orð rétt.
En ég er ekki að segja að ég sé að lesa hugsanir. Ég er að segja að:
Heilinn sé mjög flókið líffæri. í heilanum er 70% af allri orku líkamans notuð. meirihluti alls hita sem fer úr líkamanum fer út um höfuðið.
Getur ekki verið að heilinn gefi frá sér einhverskonar rafbylgjur (hann sendir kannski ekki rafmagn út frá sér en þetta er svona skásta orðið sem mér kom til hugar). Og þegar maður er aflsapaður og hin skynfærin eru ekki að trufla heilan með boðum, þá getum við greint þessar rafbylgjur. Síðan eru auðvitað sumir misgóðir í að greina þær. Eins og sumir sjá betur en aðrir.
Eins getur verið að hjá þeim sem sjá yfirskilvitleg fyrirbæri, þá er kannski sjónin allt í lagi og ekkert öðruvísi heldur er það heilinn sem getur túlkað hin mismunandi boð sem honum berast. Það er eitthvað þarna til staðar, en heilinn túlkar það ekki. þannig að maður sér það ekki.
Sálir manna geta allt eins verið til. Þær getu verið það sem er eftir af þessum rafbylgjum heilans. Þegar maður deyr að þá stopar heilinn að nota orku. og orkan yfirgefur líkamann. Er ekki einnig alltaf sagt að þeir sem ganga aftur hafi dáið einhverjum hræðilegum dauðdaga. Gæti verið að heilinn hafi farið í shock og sú orka sem vanalega losnar verði margfalt meiri en venjulega. Síðan er hægt að velta fyrir sér hvort staðsetning geti valdið einhverju.
Síðan er hitt alveg allt annað mál hvort að greind og vitneskja þess sem deyr fer með þessari ”sál" úr heilanum.
Þetta er svona smá pæling.
Komið með ykkar skoðanir á þessu.