Sæll vinur.
————————————–
Bap homet:
“það hefur verið sannað að fólk sér árur!”
Er búið að sanna að fólk sjái árur? Ef svo væri, þá væri Randi búin að gefa milljónina sína, sem hann hefur ekki gert.
Þó svo að sumir sjái liti kringum fólk sannar ekkert. Stundum sér fólk svona liti með mígreni, og einnig fólk sem þjáist af flogaveiki.
———————————— ———–
Baphomet:
“Farðu í Betra Líf og látu taka mynd af þeim.”
Ég hef séð árumyndir. Ef ég man rétt þá var aðferðin sem notuð er við árumyndatöku eftir Semyon (man ekki eftirnafn hans) sem fyrir slysni fann þetta út.
Árur eru til jú, en þær eru engan veginn yfirnáttúrulegar. Trúðu mér, þær hafa verið rannsakaðar. Þetta er einungis hitabreytingar eða eitthvað svoleiðis sem myndast kringum lifandi verur.
Besta sönnun þess að árur eru ekki yfirnáttúruleg fyrirbæri er þegar árumynd er tekin í lofttæmi..engar árur sjást, en strax og loft er í kringum lífveruna, þá birtast þær..skrítið?
——————————– —————
Baphomet:
“Það er eiginlega ekki hægt að sanna svona hluti”
Jú, það er hægt að sanna svona hluti auðveldlega, Randi er með góðar aðferðir sem hafa flett ofan af mörgum lygaranum.
——————————————— –
Baphomet:
“ég er eingin Messías”
Ertu engin messías? Hvað kemur það málinu við? Ef þú hefur virkilega þessa hæfileika, sannaðu þá. Eða eins og Randi segir, “þú ert lygari uns þú sannar að svo sé ekki”
—————————————– ——
Baphomet:
“þú ert öfundsjúkur”
Er ég öfundsjúkur? Því ég trúi ekki öllu sem skrifað er á netinu? Hvernig færðu það út? Getur verið að þú sért eitthvað fúll yfir því að heimurinn er ekki eins einfaldur og góður og þú heldur?
—————————————- ——-
Baphomet:
“Ég er ekki eina manneskjan í þessum ”heimi“ sem trúir slíku!”
Mér gæti ekki verið meira sama hversu margir trúa þessu líka, það breytir ekki þeirri staðreynd að flest, eða að minnsta kosti mikið af því sem fólk hefur talið yfirnáttúrlegt er í raun ósköp náttúrulegt.
————————————- ———-
Baphomet:
“Bara eintóm fáfræði og þrönghugsun í þér!”
Er þetta eintóm fáfræði og þrönghugsun í mér?
Hvernig færðu það út? Ég er ekki þröngsýnn, því máttu trúa, en ég gleypi ekki við öllu. Sérstaklega ekki þegar þeir sem segjast hafa þessa hæfileika hætta yfirleitt við þegar þeim er boðið að sanna sig undir smásjá. Koma yfirleitt með skemmtilegar afsakanir “ég er ekki messías”, “þetta er ekki alltaf hægt, bara við sérstök tilefni”, “bara hægt að nota þetta til að hjálpa öðrum”.
Mér finnst þetta draga mikið úr trúverðugleika fólks og auðvitað svo þeir sem ekki hætta við mistekst alltaf að sanna hæfileikana.
Held að þetta sé frekar þröngsýn og fáfræði í þér.
———————————————–
Baphomet:
“ég hef séð minn eigin ljóslíkama, sem er talið vera brot af sálinni… Ég sé Árur, sem koma frá Tilfinningarlíkamanum sem er partur af sálinni”
Heilinn er ótrúlegt fyrirbæri, allt sem augað nemur er unnið úr í heilanum, það er alls ekki ólíklegt að þið sem teljið ykkur sjá hluti séu einfaldlega að sjá ofsjónir. Ekki koma með eitthvað “þetta er of raunverulegt”. Til eru dæmi um fólk sem hefur farið í nýja heima við það að taka inn viss efni. Ég las fyrir ekki alltof löngu frásögn manns sem hafði tekið inn eitthvað lyf, man ekki nákvæmlega hvaða lyf en það skiptir ekki öllu máli. Í frásögn hans sagði hann að hann hefði alltíeinu verið komin á einhverja sólarlandarströnd, allt var svo raunverulegt að hann hefði getað svarið að hann væri þarna. Sjórinn var þarna, sandur, og öll smáatriði, en auðvitað var hann ekki þarna heldur voru þetta ofsjónir af völdum lyfsins. Til eru margar svona frásagnir þó svo að flestar séu ekki svona stórar.
Hversu ótrúlegt er að heilinn í þér sé einfaldlega að bæta við sjónina þína hlutum? Þú ert ekki sá fyrsti sem verður fyrir því. Heili okkar allra gerir það að einhverju leiti þar sem það er lítill punktur í augum okkar allra þar sem ekkert sést, heilinn fillir uppí þennan litla punkt.
http://serendip.brynmawr.edu/gifs/blindspot1bw.gif Horfðu á krossinn og vertu svona 50-60cm frá skjánum og færðu þig nær og nær þangað til að svarti punkturinn hverfur (þú mátt ekki horfa á hann, horfðu bara á krossinn) sérðu, heilinn fyllir uppí svæðið með hlutum sem eru ekki þarna:)
Ég geri ráð fyrir að þú trúir því að tilfinningar séu í þessum tilfinningalíkama?
Ef svo er þá ætla ég að leiðrétta þig, bæði persónuleiki fólks og tilfinningar eru í heilanum. Það hefur gerst oftar en einusinni að persónuleikar fólks sem lent hefur í slysum og hlotið alverlega höfuðáverka breytast gífurlega eða að tilfinningar dofni. Rökhugsun getur líka brenglast og svo margt, margt fleira sem sýnir sterklega að þetta sé allt bara í heilanum.
—————————————- —–
Baphomet:
“Það sem ég SÉ, það er jafn trúverðugt og tölvuskjárin fyrir framan þig!”
Það má nú deila um það sérstaklega þegar um svona hluti er að ræða. Fólk sem sér ofsjónir vegna lyfja eða geðsjúkdóma eru sýnir þeirra jafn trúverðugar og tölvuskjárinn fyrir framan mig?
Mér er nokkuð sama þótt þú hunsir mig, og ég skil það vel. Vona að sem flestir lesi svarið mitt samt og endilega setja útá það. ég efa ekki að ég hafi ruglast og skrifað einhverjar villur og bið að afsaka þær.
kv.
inc.