Verði þinn vilji er lögmálið í heild sinni.
VARÐANDI O.T.O.
Takk fyrir að benda á oto.is síðuna.
Ég bendi líka á síður OTO annars staðar ( www.oto.se, www.oto.no www.otohq.org osfrv.)
Síðan hér er frábrugðin að því leiti að leitast hefur verið við að gera hana að vettvangi fyrir fólk að leiða saman hesta sína hvort sem það tengist OTO eða ekki – köllum það “public service project” fyrir fleiri. Við erum ekki það mörg á íslandi að við höfum efni á flokka dráttum.
O.T.O. sem slíkt er samt lokað innvígslu samfélag. Múspellsbúðir OTO á Íslandi hafa verið starfandi um árabil og auglýsir ekki fundi. Witches of Iceland er opin umræðuhópur um wicca og galdra sem auglýsir fundi.
Nokkur atriði hafa verið nefnd tengd O.T.O. í álitum á þessari góðu grein og vil ég kommentera aðeins:
* “OTO eru bara barnaníðingar “
Ekki svara vert.
* “kunna bara spilagaldra “
Ég þekki nú því miður ekki neina systur eða bróður í OTO sem getur státað af slíkri kunnáttu svo teljandi sé, en ég þekki einn sem er skratti góður eld gleipir :-) Kanski þú viljir ganga í OTO og bæta úr ástandinu?
* “halda grímuböll”
Þú mátt kalla innvígsluathafnir og slíkt því nafni ef þú vilt (hugsaðu eins og þú vilt). Vígsluathafnir eru eins gamlar og mannkynið sjálft. Hefur þú komið á slíkt “grímuball”? Hvaða grímur þarftu að taka niður til að komast þangað?
* “stunda orgíur”
Á maður að svara þessu og halda andliti? ;-
No comment.
* “ ..orgíur djöfulsins…”
og hann birtist í eigin persónu – er það ekki líka?
Trúir þú á djöfulinn?
Horfirðu mikið á sjónvarp?
* “vinna á mjög lágu plani.. byggja á kenningum Alester Crowleys”
Crowley var snillingur í að fæla ákveðna hópa fólks frá– gerir þú þér grein fyrir hversu skrif hans voru biltingakennd á viktoríutímabilinu? Crowley skrifar líka þannig að ef þú tekur hann alltof trúanlegan skilur þú hann ekki.
* “Ron l Hubbards stofnandi Vísindakirkjunnar [var] yfirprestur í satanískum söfnuði [og] vann í samstarfi við Crowley.”
Rétt a.m.k. hvað varðar Crowley. Hubbard var líka rekin úr OTO ef ég man söguna rétt.
En þú gleymdir að minnast á menn eins og Gardener (stofnanda Wicca - Gardener vildi stofna grein OTO í bretlandi, en gekk ekki.. lestu söguna bara).
Segir þetta eitthvað um OTO eða Crowley sjálfan?
Hvað með Anthon LaVey, stofnada Kirkju Satans og höfund the Satanic Bible (sem kostaði einu sinni 666 kr. í bóksölu stúdenta :-) ? Ekki var Crowley djöfladýrkandi, en LaVey tók úr smiðju Crowleys, og gerði það að show bizniz. LaVey skildi reyndar ekki nema takmarkað í Crowley enda er galdrakerfi hans einfalt og sett í ákveðin búning, sem seldist víst voða vel. Viltu telja fleiri?
Kanski við ættum að nefna John ‘Jack’ Parsons stofnanda Jet Propulsion Labs hjá NASA (og höfuð Agape Lodge OTO)? Hann sprakk reyndar í loft upp. Hann var kunningi Ron Hubbarts um langt skeið og fylgjandi Crowleys eins og fleiri.
Spurningin er bara hvað vilt þú gera með fordæmi og rit Crowleys og annara (oft sérvitra) frumkvöðla.
Átt þú einhverja gúrúa kanski?
Eru þeir helgir menn? [ Brandari sem Crowley sagði: Crowley rímar við Holy! ]
Að lokum vil ég taka undir orð simone “ég mæli með að fara varlega í þessi mál” og ekki láta aðra hugsa fyrir þig. Ekki fikta með sprengiefni og ekki stofna trúarbrögð :-)
Það á ekki að þurfa að fela sig í okkar umhverfi – en oft eru fordómar og þröngsýni þar sem maður mundi síst vilja trúa.
oto.is, wicca.is og yahoo hópurinn “witches of iceland” eru tilraunir til að mynda samfélag “ milli þeirra aðila sem eru gæddir einhverjum svipuðum hæfileikum”.
Lögmálið er ást, ást er lýtur vilja.
Smá fróðleikur og furðulegheit:
Gardener – stofnandi Wicca:
http://www.themystica.com/mystica/articles/g/gardner_gerald_b.htmlParsons - stofnandi JPL:
http://www.coastnet.com/~lwr/features/SexRock.htmLaVey – stofnandi Kirkju satans:
http://www.churchofsatan.org/faq.html#laveyHubbard – stofnandi Scientology:
http://www.xs4all.nl/~kspaink/cos/essays/jacobsen_magic.htmlÉg tala fyrir mig sjálfan en ekki OTO.