Dulspeki yfir höfuð er hvað?
Eitthvað sem við mannfólkið skiljum ekki eða hreinlega erum hrædd við?
Mitt sjónarhorn á dulspeki sem slíkri er að það eru ýmsir hlutir lífsins sem fólk í dag er búið að gleyma og þar af leiðandi köllum við þetta “Dulspeki” , hið “Yfirnáttúrulega” , “Villitrú” eða “Verk Satans”

Ég er það sem kallst áhugasamur, dró til dæmis nafnið “Perizad” frá persneskum heimildum yfir gömul nöfn(Perizad þýðir “born of faries”), ég á ekkert mikið af bókum en heilmikið á tölvunni minni, og geri mikið af því að fara á Súfistan í mál og menningu og setjast niður með kaffibolla og lesa bækur sem eru til staðar í búðinnni.

Spurning: Hver eru viðhorf ykkar á lífinu sem slíku?

Ég persónulega tel líf eða frekar allt líf á jörðinni vera ein undursamlegasta gjöf sem okkur sem einstaklingum hefur verið veitt og margt er dularfullt sem tengist lífinu sem vísindamenn hafa í óratíð vellt öllu fyrir sér með uppljóstrun og forvitni sína sem markmið. Vísindi myndi ég segja að sé annar vettfangur, það væri frekar sálfræði eða heimspeki sem væri heldur nær þeirri dulu sem líf hefur að bera.

Galdrar er einn vettfangur sem er gleymdur heiminum í dag vegna þess að fólk var hrætt við galdra, eins og kaþólikkar voru á sínum tíma að bókstaflega útrýma “Villitrú” eða það sem þeir vildu meina að væri ekki frá “Guði” en hvernig er með það “Guð”skapaði allt líf þá skapaði hann galdra líka er það ekki? Ég er ekki kristinn heldur “Wicca-trúi” en ég vildi bara láta í ljós hluti sem stangast verulega á.
En aftur í umræðuna, galdrar er nú hjá flestum gleymdir en samt eru enn fáir sem búa yfir þeim hæfileikum, þá spyr ég “af hverju að fela sig bókstaflega” þótt að þetta flokkast undir yfirnáttúrulegt og fólk getur verið hrætt, af hverju ekki að mynda einskonar samfélag milli þeirra aðila sem eru gæddir einhverjum svipuðum hæfileikum?
Perizad.