Ég var í framhaldskóla hér um árið í trúarbragðafræði og ákvað að skrifa um
andatrú, eða réttara sagt trú manna á hina ýmsu anda eða verur sem eru á ferð í
kringum okkur. Þetta verður bara rétt stutt yfirlit um það sem ég skrifaði og það
væri gaman að heyra annara manna álit.
Öll gömul trúarbrögð, þjóðsögur og hin ýmsu nútíma þjóðsögur er að mestu líkar
í háttum.
Fyrst ber að nefna að því fleiri sem byrja að trúa hin ýmsu fyrirbæri sem ekki geta
verið skírð með vísindu, þá aukast sögur um þá sem komist hafa í samband við
td. Álfa, eða verið brottnumdir af geimverum.
Geimverum? spyrja einhverjir sig núna. Já Geimverur eru Álfar nútímamannsins.
Allir hafa heyrt sögur, eða líklegar séð myndir eða þætti se fjalla um menn sem
numdir eru á brott bæði með sínum vilja og gegn um borð í Geimskip. Þessir
einstaklingar dvelja svo misslengi hjá geimverunum og við misgóðar aðstæður.
sumir lenda bara í þessu einu sinni en hjá öðrum skeður þettaa nær reglulega.
Þetta hjlómar í mínum eyrum eins og klippt nr beint upp úr þjóðsögum Árna
Magnússonar. En ég er kannski einn af þeim fáu sem nennt hafa lesa þær. En þær
ljóma mjög líkt, eða nær væri að segja. þær eru alveg eins ef maður setur Álf í
staðinn fyrir Geimveru. og fara með þá til hulduheima en ekki út í geim.
Og nú er best að þú lesandi góður spyrjir þig að þrennu.
Trúiru á geimverur?
Trúiru á álfa, huldufólk, dverga og tröll?
og ef þú svarar já við einu, afhverju trúiru þá á ekki á bæði? Bæði eru
jafntrúverðug. annað er bara í meiri tísku í dag heldur en hitt.