Bara til að hafa allt á hreinu þá er ég ekki að gera lítið úr þeim sem trúa á Guð eða þá að reyna að móðga þau. Ég tek það fram að þetta eru mínar skoðannir og mig langar að vita hvað ykkur finnst.

Ég hef mjög oft verið að pæla í því hvort að Guð sé til. Ef hann er til afhverju hjálpaði hann þá bara fólkinu flýja frá Egyptarlandi en hjálpar okkur ekki núna þegar að heimurinn er verri staddur? Og afhverju erum við að trúa á einhvern mann uppi í himininum sem á heima í Paradís sem gerir kraftarverk?

Það er samt misjafnt hvernig sumir líta á Guð. Sumir segja að hann sé maður/kona upp í himninum sem gerir kraftarverk. Sumir segja að Guð sé allt það góða í lífinu. Sumir segja að Guð sé vonin. Persónulega þá trúi ég ekki á Guð. T.d. er sagt að Guð hafi skapað jörðina á 7 dögum, sem er ekki satt og það er vísindalega sannað. Svo er sagt að Guð hafi skapað Adam og Evu, sem er ekki satt, og það er vísindalega sannað. Svo skapaði Guð ekki stjörnurnar eða neitt sem er til. Og svo eru mörg önnur dæmi sem ég nenni ekki að nefna. En ég á erfitt með að trúa á Guð þegar að það er skrifað eitthvað svona í Biblíuna en svo er það bara ekki satt. Þannig að afhverju ætti Guð að vera til eða vera sannur? Hvernig vitum við ekki að þetta hafi bara verið einhver saga sem einhver faðir var að segja börnum sínum og þau sögðu sínum og sagan hélt áfram o.s.fr.?

Eru einhverjar sannanarnir um að hann sé til? Hvernig vitum við ekki að bara allt þetta sem við höfum lært um Guð sé ekki bara einhver skáldskapur? Ég veit ekki um neinar sannarnir sem benda til þess að hann sé til af því að eins og ég sagði, þá gætu allar sögurnar (Guðspjöllin og það) allt verið tómt kjaftæði.

En þetta eru bara mínar skoðannir. Hvað finnst ykkur? Trúi þið á hann? Ef svo afhverju/ekki?