Ég ætlaði fyrst að skrifa þetta sem svar við fyrri greininni Urban Legends, en þar sem að þetta var orðið svona langt hjá mér ákvað ég að senda þetta inn sem grein.

Á seinasta ári í ensku fengum við nokkrar Urban Legends sögur sem við áttum svo að meta hvort væru sannar eða ekki o.s.frv.
Hérna eru nokkrar af þeim.

Parið í bílnum

Þetta gerðist fyrir aðeins nokkrum árum á vegi 59 rétt við Holiday Inn. Parið hafði lagt bílnum undir tré við veginn. Það leið á kvöldið og stúlkan þurfti að komast aftur á heimavistina, þannig að hún sagði kærastanum að þau þyrftu að fara að koma sér. En bíllinn vildi ekki starta, þannig að kærastinn sagði stúlkunni að læsa sig inni í bílnum og að hann myndi ganga niður að Holiday Inn og hringja eftir hjálp.
Það leið langur tími og hann kom ekki til baka og allt í einu byrjaði hún að heyra svona skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Skrjáf, skrjáf, skrjáf heyrðist og varð hún hræddari og hræddari, og enn kom hann ekki. Loks þegar það byrjaði að daga, byrjaði fólk að koma og hjálpaði henni úr bílnum.
Hún leit að bílnum og sá þá kærastann hangandi niður úr trénu, þar sem fæturnir drógust eftir þakinu og gerði þetta skrjáfu hljóð á þaki bílsins.
Þetta er ástæðan fyrir því að vegurinn er kallaður “Hangman´s road”

Það eru til misjafnar útgáfur af þessari sögu, margar jafnvel verri, einni þar sem þetta á að gerast í Washington ríki á vegi sem leiðir til dauða undir stóru grátandi eikartré. Þar á líkið að hafa verið afhöfðað og hengt upp á fótunum og hendurnar látnar skrapast eftir bílþakinu(neglurnar). Í öðrum sögum kemur jafnvel lögreglan og hjálpar stúlkunni og segir þar á meðal; Unga dama, við viljum að þú stígir út úr bílnum og komir með okkur. En hvað sem þú gerir, alls ekki snúa þér við, alls ekki, bara haltu áfram að ganga, beint og alls ekki kíkja til baka á bílinn.
Auðvitað snýr hún sér við.

Það minntist einhver á í fyrri greininni um stúlku sem húkkaði sér far en hvarf svo, hér kemur sagan um hana.

Puttalingurinn sem hvarf

Faðir og dóttir voru á leið heim til sín eftir sumarbústaðaferð þegar þau sáu unga stúlku vera að húkka sér far. Þau stoppuðu og tóku hana upp í, og settist hún í aftursætið. Hún sagði stúlkunni og föður hennar að hún byggi í húsi ca. 5 mílum í burtu. Hún sagði ekkert meira, snéri sér bara við og leit út um gluggann. Þegar faðirinn sá húsið, keyrði hann upp að því og snéri sér við til að segja stúlkunni að þau væru komin - en hún var ekki lengur þar.
Bæði faðirinn og dóttirin voru undrandi og ákváðu að banka á dyrnar á húsinu og segja fólkinu sem byggi þar, hvað hefði gerst.
Fólkið í húsinu sagðist hafa átt dóttur sem líktist lýsingu þeirra, sem hafði einmitt sést seinast á þessum vegi vera að húkka sér far. Þennan dag hefði hún átt afmæli.

Barnapían

Stúlka nokkur var að passa 3 börn í Montreal í mjög stóru húsi. Hún var að horfa á sjónvarpið þegar allt í einu síminn hringdi. Börnin voru öll farin í rúmið. Hún tók upp símann og heyrði geðveikislegan hlátur. Hún spurði hvað hann vildi en hann hélt bara áfram að hlæja geðveikislega. Hún skellti á og var svolítið áhyggjufull en hugsaði svo ekkert meir út í þetta fyrr en korteri seinna þegar síminn hringdi aftur og sami geðveikislegi hlátur glumdi í símanum. Á þessum punkti var hún orðin verulega áhyggjufull og ákvað að hringja í þjónustumiðstöðina til að láta vita hvað væri að gerast. Þjónustuaðilinn róaði hana niður og sagði að ef hann myndi hringja aftur ætti hún að reyna að halda honum á línunni eins lengi og hún gæti og þá myndu þau reyna að rekja símtalið.
Aftur korteri seinna hringdi síminn og maðurinn hló geðveikislega að henni. Hún spurði af hverju hann væri að þessu, en hann hélt bara áfram að hlæja. Hún skellti á og um leið hringdi þjónustumiðstöðin og sagði stúlkunni að koma sér út því að símtalið væri að koma frá efri hæð hússins.
Hún skellti á símanum og hljóp fram á ganginn og sá þá manninn hlæjandi geðveikislega með blóðugan slátrarahníf í hendinni á leiðinni að drepa hana.
Hún hljóp út úr húsinu en maðurinn elti ekki. Lögreglan kom fljótlega á staðinn og handtók manninn en þá kom í ljós að hann hafði myrt öll börnin.

Næsta saga er ég ekki viss um að sé sönn en það hefur alavega verið gerð auglýsing með henni og verið jafnvel notuð í atriði í kvikmyndum.

Steypu Cadillac'inn

Ökumaður hjá steypufyrirtæki átti að skila blautri steypu nálægt húsi sínu og ákvað þar með að kíkja við hjá konunni sinni. Þegar hann nálgaðist hús sitt sá hann skínandi, glænýjan Cadillac standa í innkeyrslunni.
Hann gekk í kringum hús sitt til að kanna hvað væri á seyði og þegar hann gekk fram hjá eldhúsglugganum heyrði hann raddir og sá þar konu sína tala við einhvern ókunnugan mann. Án þess að skoða þetta nánar, gekk hann Cadillac´num og opnaði rúðuna á honum og fór síðan að steypubílnum og hellti allri steypunni inn í Cadillac'inn.
En þegar hann kom heim frá vinnu seinna um kvöldið kom kona hans með tárin í augunum til hans og sagði með grát í kverkjunum að nýji Cadillac'inn hefði verið handa honum - keyptur fyrir sparnað hennar seinustu árin, og að ókunnugi maðurinn hefi verið sölumaðurinn sem hafi komið með pappíra til að undirskrifa handa henni.
Einnig er sagan líka þannig að konan hafi unnið bílinn og kyssi einhvern mann fyrir auglýsingu og að maðurinn hennar sjái hana bara kyssa manninn en ekki vídeókamerurnar sem eru að taka það upp.

Seinasta sagan er mjög stutt en mjög ólíkleg…

Krókurinn

Par hafði lagt einhverstaðar þar sem fólk kom oft saman og “made some lovin” Músíkin í útvarpinu var trufluð frá fréttamanni sem sagði að geðveikur morðingi með krók í stað handar hafi sloppið út af nærliggjandi geðveikrahæli. Stúlkan varð hrædd og bað kærastann um að koma sér heim. Kærastinn varð heldur betur fúll og rykkti/spólaði bílnum af stað. Þegar þau komu að húsi stelpunnar, steig hann út úr bílnum og ætlaði að hleypa henni út. Á hurðarhúnnum var blóðugur krókur hangandi…….

Jæja, þetta voru víst allar sögurnar sem ég fann frá seinasta ári, vona að ykkur líki þær.