Ég get ekki beðið með þetta lengur, ég veit að þessi grein á ef til vill eftir að vekja skítkast hjá mörgum og flóknar rökræðaumræður sem ég er ekki góður í. Vill fyrirfram biðjast forláts ef þessi grein vekur móðgun hjá einhverjum.

Það er nefnilega að mér fannst þetta áhugamál alltaf mjög gott, mér finnst skemmtilegast að lesa greinar um reimdir í húsum,furðulega hluti sem kannski hentu fólk eða þekkir fólk sem lenti í einhverju óvenjulegu. En það sem mér finnst ekki skemmtilegt að lesa og einhvernveginn passar ekki hérna inní þá er það Wicca. Það er ekkert leiðinlegra fyrir fólk einsog mig og aðrir líka sem ekki hafa áhuga á þessu, að lesa það. Núna eru bara nær eingöngu greinar sem koma um þetta málefni,galdra og þannig drasl sem sökkar að mínu mati. Afhverju er ekki bara gert sér áhugamál fyrir Wicca??? Þetta er allavena mín skoðun á málinu. Þessu ,,ástandi" á dulspeki á huga.

kv.
Deathrock
————–