Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, er skyggni almennari meðal ungra krakka? Allt sem kemur fram eru mínar skoðanir og ég ætla að biðja ykkur um að vera ekki með eitthvað skítakast.

Ég man þegar ég var lítill þá sá ég oft skugga af fjölskyldu, alltaf þessi sama fjölskylda einn strákur, maður og kona. Þarna var maður með skjalatösku og pípuhatt og ég gat ekki greint hvernig strákurinn og konan voru klædd. Mér fannst þau alltaf veifa mér þegar ég sá þau og leið vel þegar ég sá þau. Mamma mín og amma sem að trúa mikið meira á þetta enn ég, héldu alltaf að ég væri skyggn og um tíma trúði ég því sjálfur. Og þegar ég var ennþá yngri sagði mamma mér að ég hafi oft talað við gráa munkinn (ég veit ekki hvrot þetta var satt). Enn þegar ég ólst upp hætti ég að sjá þessa fjölskyldu(ég sá hana venjulega þegar dimmt var orðið)og varð mjög myrkfælinn eftir það.

Enn ég heyri núna litla frænda minn oft tala um að hann sjá alltaf fjölskyldu á skólasvæðinu á kvöldin (einmitt þar sme ég sá hana), það gæti auðvitað bara verið ímyndunaraflið að spila með hann enn mig grunar að hann ljúgi þessu ekki. Ég hef heyrt um fleiri svona atvik þetta gætu bara verið krakkar að biðja um athygli enn mig grunar samt að krakkar séu virkari fyrir “árum” heldur enn fullorðnir.

Ég held að þetta sé meðfætt hjá mörgum börnum og að sumir janfvel halda þessum hæfileika þegar þau vaxa. Enn þetta eru hinsvegar bara getgátur og ég veit ekkert um þetta þannig lagað. Það er auðvitað hægt að segja að þetta sé bara ímyndunaraflið að leika sér með krakkana enn kannski ekki?
We might never know!

boggi35