Mín hugmyndi um draumaráðningar


Þegar ég er að ráða draum (minn eða annara) þá reyni ég að hafa í huga að draumurinn getur verið að endurspegla það sem er að gerast í kringum mann dags daglega og hvernig maður bregst við. Náttúrulega eru margir draumar algjört rugl en stundum fær maður það á tilfinninguna það þeir þýði eitthvað. Mann dreymir stundum eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem að sker sig úr og virkar sterkt á mann. Oft vaknar maður í góðu skapi eftir draum, í vondu skap eða hræddur (martraðir taldar með).
Mér finnst draumar vera spegill sálarinnar, nokkurs konar mynd sem undirmeðvitundin málar og við horfum á, á meðan við sofum. Það sem að undirmeðvitundin er að mála eru þá oft á tíðum tilfinningar okkar og viðbrögð við áreiti hins daglega lífs. Þegar við svo vöknum, þá erum við hrædd við það sem við sáum/skynjuðum, skiljum það ekki eða ofsa glöð.
Ég nota ekki draumaráðningabækur þar sem ég reyni frekar að túlka eða setja í samhengi það sem mig dreymir, við það sem er að gerast í lífi mínu dags daglega. Stundum átta ég mig á af hverju mér líður eins og mér líður þessa og hina stundina út frá því sem að mig dreymir.
Ég ætla ljúka þessu á draumi sem mig dreymdi síðasta haust.Ég var ekki að átta mig á honum fyrr en að mér var bent á hvað hann gæti þýtt og ég setti það í samhengi við það sem var að gerast í kringum mig.

-Mig dreymdi að ég væri á eða við einhver konar hótel sem að stóð upp á hæð. Allt í einu var komið eldgos og glóandi hraun var út um allt og að lokum umkringdi það hæðina sem að hótelið var á. Síðan virtist hraunið alltaf skríða hærra og hærra upp hæðina þannig að lokum myndi það kaffæra hótelið. Ég sá hvað var um það bil að gerast. Ég stóð við hraunjaðarinn og horfði á haunið, var alls óhræddur og dembdi mér í það. Eftir þetta vaknaði ég.

Það sem kom mér mest á óvart í draumnum var að ég var aldrei hræddur við það sem var í gangi. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi ekki sleppa lifandi frá hrauninu þá dembdi ég mér bara út í það. Ég var lengi að pæla í hvað þetta þýddi. Þetta var draumur sem að skar sig virkilega úr öllu hinu ruglinu sem mig dreymir venjulega. Einhvern tímann sagði ég eihverju svo þennan draum minn og viðkomandi svaraði að kannski þýddi hann að ég væri óhræddur við að takast á við eitthvað erfitt og að ég tækist frekar á við það heldur en að reyna að flýja það.
Miðað við þá tilfinningu sem að ég hafði haft fyrir draumnum þá “meikaði” þetta “sens” og “möguleg” þýðing hans varð skýr.

hvað finnst ykkur?


disco dreame