Kæri Nísir,
Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur um eitt eða neitt, né heldur er ég hámenntaður, eða þjálfaður í vísindalegum rannsóknum , en ég hef alltaf reynt að fylgjast vel með og finnst gaman að viða að mér þekkingu um eitt og annað. Ég les mjög reglulega ýmis tímarit sem fjalla um það sem fréttnæmt er í heimi vísindanna, eins og t.d. tímaritið New Scientist o.fl. Ég er ekki að halda því fram að ég skilji til hlítar allt sem ég les, en það nægir mér samt til að fá sæmilega hugmynd um hvað er um að vera.
Það sem mér finnst vera mjög áberandi, þegar kemur að þessum andlegu málefnum og þeim fyrirbrygðum sem falla undir dulspeki og skild fræði, er að það hefur engum tekist að sanna nokkurn skapaðan hlut! Það eru til rannsóknir sem sýna í sumum tilvikum smáræðilega tölfræðilega tilhneigingu til að styðja tilvist einhverra dulfræðilegra fyrirbæra, en vísbendingin er aldrei sterk.
Dulspekin er full af álíka meiningarlausum og illa skilgreindum hugtökum eins og “Guð”, orkustöðvar, líforka, hugsanaorka, víddir, svið, og svona mætti lengi telja. Það er, eftir því sem mér sýnist, ekkert sem sannar að neitt af þessu sé til eða sé raunverulegt. Þetta eru bara óljósar hugmyndir fólks sem er að reyna að búa til heimsmynd sem það getur sætt sig við.
Fólk sem aðhyllist dulspeki er að mínu viti oftar en ekki þannig þenkjandi, að það tekur opnum örmum öllu sem styður hugmyndir þeirra og hafnar öllum mótrökum. Niðurstaðan er fyrirfram ákveðin. Dulspekin og nýaldarþankagangurinn eru líka óheiðarleg í þeim skilningi, að þar eru notuð orð og hugtök úr heimi vísindanna, en þau eru rifin úr samhengi og notuð af algerri vanþekkingu. Menn bulla um svið, tíðni, víddir og annað í þessum dúr, en geta ekki með nokkru móti skilgreint þessi hugtök og gert grein fyrir þeim. Þetta eru bara merkigarlausar og þokukenndar hugmyndir. Fyrirbrygðin sem verið er að fjalla um eru svo framandi og samræmast svo illa hinum áþreifanlega veruleika, að það er nauðsynlegt að búa til ímyndaðan heim sem rúmar þessar ídeur.
Með þessu er ég ekki að fullyrða að það sé ekki um framhaldslíf að ræða, eða að sumt af því sem menn eru að fjalla um í dulspekinni geti ekki verið til. Það hefur bara enginn ennþá sýnt mér neitt sem bendir áþreifanlega til þess að svo sé.
Kær kveðja,
Bossanova
Kæri Bossanova,
Af þessari grein þinni að dæma, eins og ég las út úr henni, áttu erfitt með að trúa á eitthvað án þess að fá einhverskonar sönnun fyrir því. (Sem er í raun mjög heilbrigt viðhorf og ættu fleiri að fylgja dæmi þínu.) Ég er sammála þér í þeim efnum að fólk sem aðhyllist dulpseki sé oftar en ekki þannig þenkjandi að það tekur opnum örmum öllu sem styður hugmyndir þeirra og hafnar öllum mótrökum.
En þú verður að gera þér grein fyrir því að í dulspekinni, eins og nafnið gefur til kynna, er fólk að hugsa út í hluti sem því er dulið… og jafnvel er ekki hægt að rannsaka til fullnustu. Kanski vegna þess að tækni okkar er ekki orðin eins fullkomin og getur orðið. Kanski vegna þess að við erum ekki alveg viss um hvað það er sem við eigum að mæla með þessari tækni okkar. Og hvernig getum við þá fengið sönnun fyrir þessu öllu saman?
Dulspekin er næsti bær við Heimspeki. Heimspekin reynir að útskýra hugtök eins og sannleik, réttlæti, frelsi, list og já, jafnvel tilgang lífsins. Dulspekin reynir einnig að útskýra hugtök eins og tíðnir, víddir og önnur slík hugtök í andlegum skilning. Og já, við notum hugtök úr vísindunum, en ég er ekki sammála þér um að þau séu notuð af algeri vanþekkingu.
Ef þú úthúðar dulspekinni, ertu að úthúða heimspekinni. Því hvernig geturu mælt t.d. list? Þú veist að hún er til, en hvar eru þær rannsóknir sem sanna fyrir þér svart á hvítu að hún sé í raun til? Mörgum ber einnig ekki saman um hvað list er og er í raun algerlega miðuð við þína eigin skoðun og hugmyndafræði. Er þetta svo ólíkt dulspekinni?
Þú vilt trúa því að ekkert sé til í dulspekinni því enginn getur sannað það fyrir þér. Ég trúi því að eitthvað sé til í henni því enginn getur afsannað það fyrir mér.
Kær kveðja
Diddi
0
Sæll Diddi!
Þú segir að með að úthúða dulspeki sé verið að úthúða heimspeki. Ég verð að vera mjög ósammál þér í þessu. Heimspeki, eins og þú tekur fram, gengur út á að útskýra hugtök og pælingar. Þar er verið að rökræða um tilvist hluta sem eru búin til í huga okkar. Dulspeki, aftur á mót, snýr að hlutum sem eru “áþreifanlegir.” Það er verið að fjalla um hluti sem hafa efnislega eiginleika, þe. hafa bein tengsl við efni, samanber tíðni. Ef þú skoðar t.d. grein eftir dr. William A. Tiller þá sérðu að hann er að reyna að láta hugarorku breyta pH gildi vökva. Hann er semsagt að reyna að sýna fram á efnislega eiginleika dulrænna fyrirbrygða. Þar af leiðir fynst mér erfitt að bera saman heimspeki (eða þá list) og dulspeki.
Kveðja,
MisterE
0
Kæri Diddi,
Já, það er rétt hjá þér að ég á erfitt með að trúa á eitthvað án þess að fá einhverja sönnun fyrir því sem verið er að halda fram. Það er grundvallaratriði í tilveru minni að trúa ekki því sem ekki er sérlega sennilegt. Það að trúa er að efast ekki. Hvernig er hægt að efast ekki um ósannaða hluti sem ekki er hægt að mæla eða þreifa á? Þú verður að átta þig á því að það að -trúa ekki- er ekki það sama og að halda því fram að umfjöllunarefnið sé ekki til. Það er til millivegur; maður veit einfaldlega ekki hvort umjöllunarefnið er til eða ekki.
Ég er algerlega ósammála þér um að með því að hafna dulspekinni sé maður að hafna heimsspekinni. Það má sjálfsagt halda því fram að dulspekin sé angi af heimspekinni, en það er einmitt kjarni málsins. Þetta er bara einn angi af heimsspekinni. Ég get alveg verið heimsspekilega þenkjandi án þess að gleypa við öllu sem menn kalla heimsspeki, eða bara speki yfirleitt. Menn hafa oft sett fram hinar fáránlegustu dellur í nanfi heimspekinnar.
Hér kemur svo tilvitnun í þig. “Þú vilt trúa því að ekkert sé til í dulspekinni því enginn getur sannað það fyrir þér. Ég trúi því að eitthvað sé til í henni því enginn getur afsannað það fyrir mér.” Þetta er einmitt það sem mér finnst það vitlausasta af öllu vitlausu! Þú segist trúa hlutum sem ekki er hægt að afsanna fyrir þér! Þetta er algjör fyrra! Ef ég segi þér t.d. að “dingaling” sé til og að þetta “dingaling” sé eitthvað svakalega merkilegt og eigi að skipta allt fólk miklu máli, þá trúir þú því bara af því að enginn getur afsannað það!
Kær kveðja,
Bossanova
0
“Því hvernig geturu mælt t.d. list? Þú veist að hún er til, en hvar eru þær rannsóknir sem sanna fyrir þér svart á hvítu að hún sé í raun til?”
Einfalt, list verður að fylgja ákveðnum reglum sem skilgreina hana. Þessar reglur eru til og búið að sanna þær, enda voru það við (menn) sem bjuggu þær til. Algerlega áþreifanlegar sannanir þar.
Dulspeki hins vegar byggist undantekningarlaust á hugmyndum og vangaveltum um eitthvað sem gæti eða gæti ekki verið, einn hefur þessa hugmynd en annar einhverja aðra, hvorugur getur sýnt fram á hlutinn með óyggjandi hætti hvor sé rétta hugmyndin. Þar af leiðandi, ekki sambærilegt að bera þetta saman.
List=hægt að sanna og útskýra.
Dulspeki=ekki hægt að sanna né útskýra.
0
Mér finnst í raun ekki hægt að setja dæmið með listina svona fram. List er (að mínu mati) bara hugtak sem hefur mjög afstæða merkingu, það er að segja það eru engar skýrar línur mill þess hvað er list og hvað ekki. Dulspeki er aftur á móti samheiti yfiri ákveðið fyrirbæri sem lúta ákveðnum reglum. Hingað til hefur engum tekist að færa sannfærandi sannanir fyrir þessum fyrirbærum.
0
Tja, nei….
List fylgir ákveðnum reglum, það er alveg á hreinu.
Ef hún fylgir ekki einhverjum ákveðnum reglum þá ertu kominn útí gjörning, sem er allt annað, kanski skylt en ekki sami hluturinn.
0
Hmmm… værir þú þá kannski til í að nefna þær reglur? Þú segist hafa þær á hreinu!
Ég lít frekar á list sem hlut (eða kannski ástand) eins og (varúð: væmni framundan) ást, þú ert annaðhvort ástfanginn eða ekki. Það eru engin mörk, engar reglur og ekkert rétt í því hvað ást (eða þá list) er, bara matsatriði. Það sem einum finnst list finnst örðum rusl (eða gjörningur), og svo öfugt.
0
Við gætum td nefnt Abstrakt, post modernisma osfvr…
Þú skilur hvað ég er að meina.
0
En þú ert bara að nefna stefnur, ekki reglur! Og með því ertu í raun að færa rök fyrir máli mínu :) Ef list hefði afmarkaðar reglur þá væru bara örfáar stefnur því þá yrði allt nýtt að falla undir þær (annars væri það bara “gjörningur”). Ástæðan fyrir öllum þessum stefnum er einmitt sú að í list eru engar reglur, bara skoðanir og túlkanir.
0
Ok,
Ég skil hvað þú ert að meina, en…
Ef ég hræki í bolla og stilli honum upp og segi “þetta er list” þá er það í sjálfu sér nóg til að það sé list. Fyrir mig allavega.
En til að fá það samþykkt sem list þá verð ég að útskýra af hverju það er list, ef ég get ekki útskýrt það frekar en “af því bara” eða “þetta táknar meðferð Guðs á mannfólkinu, guð skyrpir bara á okkur” eða eitthvað álíka þá er það ekki list heldur gjörningur…af því að það þetta “listaverk” fer ekki að neinum reglum.
En hins vegar ef ég ætla mér að búa til listaverk sem myndi geta flokkast sem slíkt og fengið viðurkenningu sem slíkt þá verður það að fylgja ákveðnum reglum, það er ekki nóg að það sé stefna heldur verður það að vera innan ákveðins múrs sem inniheldur reglur.
Skiluru hvað ég er að fara, ég er ekki nógu góður penni til að geta sett þetta niður á blað.
0
Ég held ég skilji alveg hvað þú ert að fara. Það er að segja að list þarf að vera samþykkt til þess að flokkast sem list (það er að fá almennilega viðurkenningu). En það er nefnilega málið… það eru engar reglur um það hvað er samþykkt og hvað er ekki. Eins og sagan hefur sýnt oft og mörgum sinnum eru til margir listamenn sem eru ekki metnir á sýnum tíma. Verk þeirra fá fyrst lof mörgum árum (áratugum eða jafnvel öldum) eftir dauða þeirra. Þess vegna segji ég að list hafi ekki reglur!
0
Þeir eru kanski ekki metnir á sínum tíma en því verður ekki neitað að verkin þeirra eru list, kanski ekki góð list en list samt sem áður.
Van Gogh fékk ekki sín verk metin fyrr en löngu eftir að hann var dáinn, en verkin hans voru samt list, því var aldrei neitað, bara ekki góð list.
Osfrv….
0
Þið eruð kopmin svo langt út fyrir efnið að það bara….
En
þetta er rétt það sem nisir segir meira svona nisir góð Grein:D:D:D:D:d yeah
0
Þegar menn eru farnir að halda með skoðunum eins og íþróttafélögum þá borgar sig ekki að ræða málin :-)
0
Er ekki bara málið að eitthvað er skilgreint sem list, alveg eins og talan 1 er í raun ekki til en hún er skilgreind í stærðfræði með ákveðna eiginleika.
0