Thad kom fyrirspurn a korkinum fra Hjaltinn um thad “hvers
konar gerdir af draugum eru til og skyringar a hverjum og
einum fyrir sig” og thegar jeg var loksins buinn ad skrifa mitt
svar tha vard thad svo langt ad jeg akvad ad leyfa ykkur ad
njota thess hjer heldur en a korkinum.
Jeg er ekkert sjermenntadur i thessum efnum en hef i forum
minum gott bokasafn um Dulræn malefni og farid a
Transmidils fundi sem eru byggdir upp a thvi ad leita eftir
svørum fra theim fyrir handan um malefni tengd dulspeki svo
ad jeg ætla ad reyna ad svara honum og ykkur sem brennur
thessi spurning einnig a vørum.
Jeg personulega vill ekki meina ad thad eru ekki beint til
mismunandir tegundir af draugum eins og vid heyrum um
mismunandi tegundir ad alfum og dvergum osfrv heldur eru
framlidnir meira bundnir vid mismunandi tilverusvid, sem jeg
er ekki ad ad fara ad telja upp hjer eda utskyra thau i thessu
svari heldur er hægt ad fa nokkud goda utskyringu ef thid
nennid ad skoda gamlar greinar a thessu ahugamali (mig
minnir ad Saevaroa hafi komid med nokkud goda lysingu).
Daid folk er bara daid fra thessum heimi en lifa a ødru
tilverusvidi sem er hærra heldur en thad sem vid erum a, th.e.
tidnisveiflur theirra hreyfast of hratt til ad auga okkar geti
numid thær en tho med undantekningum, sem vid thekkjum
sem skyggnigafu.
Samt sem adur hafa draugar verid felldir undir einhverja
flokka og ma thar nefna sem dæmi ærsladrauga en their
hafast vid i husum eda fylgja folki og leitast vid ad gera theim
lifid leitt med hrekkjum og ærslagangi. T.d. fela hluti eda
brjota eitthvad og skella hurdum og thviumlikt.
Husdraugar fylgja einnig husum en gera heldur minna af thvi
ad hrekkja folk. Theim bregdur fyrir af og til og vill jeg meina
ad thad sje ekkert illt vid tha heldur sjeu their jafnvel bara
forvitnir og eru ad fylgjast med okkur.
Ættardraugar eins og nafnid gefur til kynna fylgja kynslodum
mann fram af manni og er su tenging yfirleitt vid ættina ad
vidkomandi latinn adili hafi a eitthvad undir høgg ad sækja hja
forfødur eda modur og heitid thvi ad gera theim og ættingjum
theirra lifid leitt i brædi sinni og ma segja ad hafi lagt bølvun
yfir sjalfan sig i leidinni.
Einnig eru til ættardraugar sem gera adeins vart vid sig thegar
eitthvad er i adsigi, t.d. daudsfall i ættinni eda eitthvad annad
midur gott eda hugsa um medlimi ættarinnar a einhvern
annan hatt og mundu their tha falla undir flokk godra
ættardrauga.
Verndarar eru af mun ædri svidum og halda thar til mun meira
heldur en ad vera øllum stundum hjer hja okkur (nema
vidkomandi einstaklingur sje mikill hrakfallabalkur) og vill jeg
ekki kalla Verndara drauga.
Fylgjur eru oft einhver skildur manni eda tengdur manni a
einhvern annan hatt og fylgir manni og vilja margir setja tha
undir sama flokk og verndara.
Einnig eru til svipir lidinna tima sem mundi lysast a theim
klassisku notum ad einhver gaur hafi valdid einhverri stulku
astarsorg sem hafi ollid thvi ad hun hafi framid sjalfsmord, t.d.
stokkid fram af kletti og alla tid sidan hafi folk sjed hana
støkkva a sama tima (segjum bara alltaf a midnætti alla daga
eda bara einu sinni a ari).
Spiritistar vilja meina ad med gedshræringu thessarar stulku
hafi myndast einhver orka sem veldur thvi ad thetta kemur
alltaf aftur og aftur en ekki beint ad thetta sje afturganga
hennar sem endurtekur thetta i sifellu.
Nema tho ad hun sje ad fara salførum af gr'aa-svædinu og
endurlifa thennan atburd aftur og aftur.
Their sem ekki vita hvad tilverusvidid sem nefnt er
gr'aasvædid er tha er thad nokkurns konar sjalfskaparhelviti
sem einstaklingurinn hefur skapad sjer. Yfirleitt rankar thad
fyrst vid sjer i husi i dimmum dal og veit ekkert hvernig thad
komst thangad nje ad thad sje daid. Thad reynir kannski ad
reyna ad komast ut ur dalnum en endar alltaf aftur a stadnum
sem thad hof gøngu sina, gengur upp a fjall og gengur allt i
einu upp ad husi sem thvi finnst vera kunnuglegt ef thid skiljid
hvad jeg meina. Folkinu dreymir oft ættingja og vini og reynir
ad tala vid thau en skilur ekkert afhverju enginn svarar theim,
thad er tha semsagt ad fara salførum nidur a okkar svid. Fra
thessu gr'aasvædi kemst engin nema einhver fyrir handan
(eda hjerna megin) nær sambandi vid einstaklinginn og nær
ad koma thvi fyrir hja honum ad hann sje dainn og beina
honum einhvern veginn yfir a “himnarikis-svidid”, en spiritistar
vilja kalla thetta “Sumarlandid”, thar sem eftirlifid a sjer stad.
Til ad lenda a gr'aasvædinu tharf folk ad vera t.d. illa innrætt,
hafa framid sjalfsmord, hafa sterkar skodanir a thvi ad thad
sje ekkert eftirlif og fleira i theim dur.
Fleiri skilgreiningar man jeg ekki eftir i augnablikinu en
endilega komid med athugasemdir ef thid munid eftir
einhverjum fleiri skilgreiningum eda vidbot vid minar eda thid
viljid benda a einhverjar rangfærslur hja mjer.