Vona bara að e-r hér geti hjálpað mér, því undanfarin tvö ár þá hef af og til lent í dálitlu frekar óhugnarlegu. Málið er það að ef ég vakna á morgnanna og kannski vaki í smá stund áður en ég fer að sofa aftur, og sérstaklega ef ég er ein heima þá vakna ég eða finnst ég vera vakandi í heilanum og er með fullri rænu en get ekki hreyft mig né opnað augun. En samt skynja ég umhverfið og oft næ ég að setjast upp með erfiðleikum og reyni að kveikja ljósið en það kviknar aldrei á því. Er alveg rosalega þung öll og er allan tímann að reyna að opna augun mín, því ég finn að þau eru lokuð þó ég sjái allt í kringum mig. Og á meðan þetta er að gerast þá er ég rosalega hrædd og reyni að róa sjálfa mig og það hefur dugað fyrir mig að skipa sjálfri mér að vakna og þá hefur þetta hætt og ég get opnað augun…
Nema síðustu tvö skiptin, síðara skiptinu gleymi ég ekki því þá var ég alveg föst og gat heyrt í sjálfri mér öskra langt í burtu, var að hrópa á hjálp og þar sem aldrei er neinn heima þá geta þau ekki sagt mér hvort ég er raunverulega að hrópa… Allavega þarna ligg ég og er að reyna að “losna” þegar ég heyri konurödd, man ekki hvað hún sagði en ég man hún talaði í rímum eða ljóðum og það var eins og hún væri við eyrað á mér… og svo fann ég eins og e-ð striki eftir hárinu á mér og bakinu, rosalega létt snerting… Og það var ekki fyrr en ég þóttist vera sofandi (veit ekki afhverju ég gerði það) að þá fór þetta og ég vaknaði!!!
Og það sem ég er að velt fyrir mér er hvort þetta sé hreinlega svona martröð eins og þessar þegar maður reynir að hlaupa og kemst ekkert áfram eða hvort e-ð er að bögga mig… Vakna mjög oft við það að mér finnst e-r standa við gaflinn hjá rúminu mínu en þegar ég horfi betur er ekkert þar… Þannig að ef e-r er að lenda í svipuðu eða veit hvað þetta er þá væri ég mjög fegin.
Kv MiaM