"Spor Djöfulsins" The Devel footprins

8.Febrúar 1855

Það hafði verið mikil snjókoma um nóttina þann 8. febrúar í bænum Devonshire á Englandi. Næsta morgunn, stóða bakarinn í Topsham í andyri bakarísins og sér til mikillar undrunar, sá hann spor er lágu í beina línu með fram garðinum á verslun hans uns þau komu að 5 feta háum steinvegg og héldu þar áfram ofan á honum.

Sporin voru nánast allsstaðar, ofan á húsum, í lokuðum görðum milli húsa, á beitarhögum, ofan á heystökkum. Sporin lágu yfir meira að segja 14 feta háa veggi og jafnvel yfir illgreiðfærar ár. Jafnvel á svölum á húsum sem voru um 10 metra háar sáu menn sporin. Þau lágu útum allan bæinn og voru á ólílíklegustu stöðum.

Sporin voru líkust hestsporum, nema að þau voru talsvert minni. Sporin voru mæld og reyndust þau vera 5 cm á breidd og 11 cm á lengd. Lengd milli hvers spors reyndist vera 22 cm. Sporin voru alltaf í beinni línu eins og einn fót væri að ræða.

Það sem olli þessum sporum þurfti að hafa farið 120 km á um 12 tímum. Sem jafngildir 10 km hraða á klst.

Þegar sporin komu að háum vegg, þá fundust engin merki á snjónum hinu megin við vegginn um að það sem sporunum olli hefði stokkið niður. M.ö.o. ekkert missamræmi var á snjónum, rétt eins og svifið hefði verið niður og lendingin verið dúnmjúk.

Það sem kannski var enn einkennilegra var það, að sporin sjálf lýktust ekki beint sporum þar sem um för er að ræða, heldur var meira eins og snjórinn hefði verið fjarlægður og förin “brennimerkt”.

Í bréfi eins vitnis sagði svo. “Það var frekar langsótt að dýr hefði ollið þessum sporum. Bæði það að sporin lágu í beina línu eins og um einfæting hefði verið um að ræða og að hvernig lögun sporana væri.
Það er frekar eins og um einhvers tæki hafi valdið þessum sporum frekar en eitthvað lifandi…..Vinur minn sem er eðlisfræðingur sýndi mér hvar sporin lágu geima er voru þriggja mannhæða háar og héldu svo áfram hinu megin við þá. Þegar við klifruðum upp á geimana þá voru þau ekki á þaki þeirra. Það var lýkast því að fyrirbærið hefði stökkið yfir þá. Við sáum engin spor fyrir utan okkar eigin meðfram geimunum, sem okkur þótti mjög einkennilegt. Þetta hræðir okkur mjög hérna og sést það best á mannlífinu, því fáir eru úti eftir að skyggja tekur.”

Óþarfi er að segja að íbúar Devonshire hafi verið mjög skelkaðir og fólk hafi verið hrædd við að fara út að nóttu til. Dagblöð, meira segja í London, sögðu frá þessum atburði. Dagblaðið London News sagði frá pólskur læknir hefði séð svipuð spor nálægt landamærum Galacia sömu nótt. Íbúarnir þar skilgreindu sporin sem yfirnáttúruleg. Þegar teikningar voru bornar saman við teikningar íbúa Devonhire þá reyndust sporin vera þau sömu eða eftir sama fyrirbærið.

Presturinn Mr.Musgrave kom með þá útskýringu að sporin væru eftir kengúru. “Hvað annað dýr gæti stokkið svona hátt?”

Hvað sem öllu líður þá sáust aldrei sporin aftur.


Mögulegar skýringar

Ef skýring prestsins eru skoðuð, þá voru kengúrur í nálægum dýragarði. En sú skýring var þó ekki tekin alvarlega því þær höfðu ekki sloppið út umræddu nótt. Og í raun liggja spor kengúra ekki í beina línu, enda er um tveggja fæta skepnu að ræða.

Aðrir komu með þá skýringu að sporin væru eftir gangandi fugla. En vandinn við þá skýringu að sporin voru frekar hóflaga.

Sumir sögðu að sporin væru eftir otra, rottur, snjóhlébarða, froska eða greifingja.
Sumir sögðu að sporin væru eftir kanínur, en kanínuspor fundust einnig þessa nótt og voru þau allt öðruvísi að lögun og gerð.

Prófessor Richard Owen sem frægur var fyrir rannsóknir sínar á beinum dýra kom með þá útskýringu að sporin væru eftir greifingja sem hefði farið yfir þannig að báðar fæturnar hefðu snert samtímis jörðina. En hann gat ekki útskýrt hvers vegna sporin lægju ekki í tvöfaldri línu og hvernig flatir fætur greingjans væru hóflaga. Einnig hafði hann enga skýringu á hvernig snjórinn bráðnaði undan sporunum.

Sannleikurinn var sá að engin gat útskýrt sporin. Engin þekkt skepna lætur eftir sig regluleg spor í einfaldri línu.

Hvað var það sem olli sporunum og hvers vegna birtust þau aldrei aftur?

“Það var djöfullinn sem heimsótti bæinn”, sögðu sumir og kannski er þeirra skýring jafngild og hver önnur

Grein tekin úr the pepoles almanac

Kv.

Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.