Ég tók eftir einni könnun sem hljóðaði svo:
“Fyrir þá sem eru eitthvað að nornast er til eithtvað sem heitir fædd norn (ættgeng norn)”
En mér fannst ég ekki geta svarað þessari könnun svo ég ákvað að skrifa bara grein.
Allir geta orðið nornir ef þeir virkja kraftana í sjálfum sér og fara rétt að því, en annars eru sumir hæfileikar, sem það eru ekki allir með.
Það þarf ekkert að hafa þá til þess að verða norn, en það eru ekki allir berdreymnir, með miðils eða skyggni hæfileika t.d.
Þessir hæfileikar eru ættgengir og meðfæddir og það er ekki hægt þótt margir reyni, að losna við þá. (enda eiga þeir að læra að lifa með þeim, annars hefðu þeir ekki fengið þá í vöggugjöf)
Ég held að svoleiðis hæfileika geti ekki allir öðlast, en það er ekkert sem setur sig á móti því að verða norn þótt maður sé ekki skyggn eða eitthvað af þessu. Það er allt annar handleggur.
Allir menn hafa kraft innra með sér sem þeir virkja með því að “nornast” eins og var orðað í könnuninni.
En hvað varðar spurninguna þar, þá held ég að enginn geti beinlínis fæðst norn, en honum getur verið kennt það allt frá unga aldri, ef hann á eldri ættinga eða foreldra sem eru að “nornast” og hjálpa honum þar með að virkja þessa krafta alveg frá byrjun.
Nú er ég búin að tjá mig held ég :)
Kv. Tigra