Hvað er það við grímur sem gerir þær svona óhugnalegar?
Ég er með algerlega fóbíu fyrir grímum. Þá er ég að tala um það að ég get varla verið inni í herbergi þar sem að gríma hangir á vegg. OK maður hefur s.s. heyrt um goðsagnir þar sem að grímur boða e-ð voða voða illt auk þess sem það hafur aldrei hljómað fallega að “setja upp grímu”.
OK ég veit að þetta hljómar alveg fáránlega en mér skilst að ég sé ekki ein um þetta. Auk þess er ég ekkert hrifin af þessum grátandi postulínsdúkkum sem fólk hengir oft uppá vegg.
Þó er þetta u.þ.b. það eina sem ég hef fóbíu fyrir.
Hefur einhver hérna inni minnstu hugmynd um hvað ég er að tala?
Kannist þið við að hafa fóbíu fyrir einhverjum fáránlegum hlutum? (missery likes company).
Sumt fólk í vinnunni gerir stólpagrín af mér fyrir þessa “sérvisku” mína, en sömu einstaklingar flýja þó af hólmi þegar kemur að því að vinna inni í herbergi með látnum einstaklingum inni. Er þetta ekki ósamræmi hjá þeim?
Ég hef aldrei verið myrkfælin eða neitt svoleiðis og ég óttast að það sé óeðlilegt. Finnst ykkur ekki fáránlegt að um daginn þá lokaðist ég inni í frystiskáp þar sem ég vinn aukavinnu. Það var ekkert nema myrkur og þrengsli og það var allt í lagi með mig þegar mér var (loksins) náð út. Samt var fólk búið að undirbúa áfallahjálp fyrir mig. En ef það hefði verið gríma þarna inni hjá mér, þá hefði ég sennilega fengið móðursýkiskast og áfallahjálpin vel þegin.
Ok, Ég veit að ég er stórskrítin, en ég get ekki verið neinn annar, þannig að fólk verður bara að elska mig eins og ég er.
Kveðja, Álfadís