Í dag þegar að ég skrifa þessa grein þá er Sunnudagurinn 14 Desember og ekki nema 10 dagar til jóla. Þriðji dagur í aðventu ber einnig upp á þennann dag.
Í mínum skilningi þá eru Jólin heiðin hátíð því að slík hátíð sem að ber þetta nafn hefur verið þekkt í heiðnum sið til þess að fagna því að sólin fari að hækka aftur á lofti og eru jólin þá miðuð við vetrarsólstöður.
Hitt sem að á enskri tungu kallast ,,Christmas´´ ætti í raun að útleggjast sem ,,Kristsmessa´´ og er afleiðing af því að hin hin heiðnu jól voru haldin á þessum tíma þá hefur Kristsmessa verin haldin á sama tíma og þetta einhvern vegin runnið saman í kristinni trú hérna á Íslandi.
Ekki ætla ég að fjalla hérna sérstaklega um að jólin séu heiðin siður.
Annað mál er að hugmyndin sem að allt þetta tilstand byggir á er virkilega falleg og góð. Að kristur hafi fæðst sem nýr frelsari til þess að leiða heiminn til frelsunar er mjög rétt.
Ég held að kristur hafi fæðst um þetta bil. Ekki tek ég afstöðu til þess hvort það hafi verið um jólaleytið eða ekki en það skiptir ekki máli.
Kristur var sendur hér á jörðina sem sendiboði af æðri astralsviðum til þess að sýna með verkum sýnum hvernig við eigum að hegða okkur. Hann var að mínu mati kennari til þess að kenna hvernig við getum látið kærleika og bróðurþel stjórna allri okkar hegðun.
Bara setningin ´´Það sem að þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þið og þeim gjöra,,
Allt í raun sem að maður gerir eða er stöðugt að hugsa um eða jafnvel segja um einhvern þó að viðkomandi heyri ekki til þess þá fær maður það allt saman til baka hvort sem það er gott eða slæmt.
Þess vegna ættum við að vanda bæði hugsanir okkar og gerðir.
Það er staðreynd að mörgum líður ekki nógu vel um jólin. Það gerist oft og iðullega að fólk er að keppast við einhvern ýmindaðann jólaundirbúning efnishyggjunnar og gleymir að undirbúa jólin í hjarta sínu.
Segið mér hver er tilgangurinn að keppast við að baka sem mest, þrífa allt með tannbursta, baka sem flestar sortir og kaupa sem flottastar og dýrastar gjafir.
Fólk er svo með áhyggjur af því að GREIÐSLUKORTAREIKNINGURINN fer upp úr öllu valdi og veldur bæði áhyggjum og vanlíðann. Hvernig er hægt að njóta hátíðarinnar á meðan að fólk gleymir að hafa hátíð í hjörtum sínum og huga.
Jólin eru að verða hátíð öfganna og stressins. Öfgar leiða alltaf til vanlíðunnar í sálartetrinu og þetta verður fólk að hafa hugfast.
Maður á að þakka fyrir að fjölskyldan geti verið saman og vera ekki að gera hluti sem að eru á einhvern hátt langt fyrir utan normið.
Reynum að hafa þetta þægilegt núna um jólin og bara alltaf.