Ég hef verið mikið að pæla í þessu undanfarið, og verð ég eiginlega að segja að ég trúi ekki á álfa. En hvað skilgreinum við sem álfa?
“Flestir eru sammála um að álfar séu litlir og bústnir karlar en álfkonurnar virðast oftar en ekki vera mjög fallegar og dulúðlegar”*
Ég hef einnig verið að hugsa um eitt í viðbót, og það er að afhverju taka Íslendingar álfatrú svona bókstaflega? Ég veit ekki um neinn annan stað í heiminum (reyndar heyrði ég frá einhverjum að eitthvað væri um álfatrú í Noregi, en varla er það svona viðurkennt þar eins og hér!) sem fólk trúir á álfa. Jájá, ég veit það eru til ótal sögur af þessum furðuverum, en líka um tröll, og ekki er jafn mikil um trú á tröll og á álfa.
Á þessari sömu vefsíðu og lýsingin á álfum kemur fram, þá er einnig talað um hugsanlegar ástæður fyrir því að fólk byrjaði að trúa á álfa. Í þá daga var jarðfræðiþekking afar takmörkuð, og til að fá skýringar við við sérkennilegum klettamyndum. “Niðurstaða flestra varð því sú að það hlytu að vera til einhvers konar verur sem hefðu flutt fjöllin til o.s.frv. Álfar og huldufólk urðu sennilega til vegna þess að fullorðna fólkið var að reyna að siða ungviðið til og forða því frá slysum sem gætu orðið við sífellt klifur upp á steina og þess háttartaðsetningu fjalla”.*
Þetta finnst mér vera mjög líkleg skýring. Líka bara það að álfar eru þessir litlu, bústnu karlar er ósköp sjarmerandi hugmynd og svosem voða krúttlegt að trúa á að þeir séu hérna, búi í steinum og hólum og setji sinn svip á náttúruna. Aðlaðandi hugmynd…
Ég trúi á drauga og anda og svoleiðis, mér finnst það líklegri að þeir séu til heldur en álfa, af þeirri einföldu ástæðu að draugar eru viðurkenndir um allan heim og hafa alltaf verið það. Bara það að Ísland virðist vera eini staðurinn sem álfar eru viðurkenndir, þar sem meirihluti þjóðarinnar trúir á þá, gerir það að þetta virðist sem svolítið langsótt hugmynd.
Bara smá pælingar….
Blessed be
*Heimild: http://www.fva.is/harpa/fva/verknema/undirjokli/Alfar_o g_troll/index.html