Sælir kæru hugarar og aðrir sem trúa.

Ég var á föstudaginn í heimsókn hjá afa mínum, hann átti
heima í Svarfaðardal, og var þar mikið um álfa…

Hann fór að rifja upp tvær gamlar sögur um draug og álf. Og
eru þær báðar studdar af vitnum.

Sú fyrri hljómaði þannig að það var maður sem grafinn hafði
verið í hól, sem af mörgum var sagður álfhóll og þess vegna
hafi hóllinn orðinn að álaga hól sem ekki mátti slá. Hann afi
minn kunni nöfnin á öllum sögupersónunum og held ég að
það hafi flutt inn maður sem hét Jón á súða. Nú hann vissi
ekki af þessum álögum og fór að slá hólinn. Eftir þetta heyrðu
þau sífellt undarleg hljóð við matarborðið. Og svo einn daginn
fór konan hans að sofa og kallin við hliðin á og konunni
dreymdi að hálf rotinn maður kæmi inn og ræki í hana
hrífsskaftinu á ennið á henni svo fast að það kæmi stór dæld í
ennið á henni…. Þá vaknaði maður hennar með því að sjá
hrífuna á gólfinu og stóra dæld í enni konu sinnar…..

Kannski er þessi saga ekki sögð alveg rétt en afi minn talar
svo gamalt mál að það var erfitt að fylgjast með…

Hann sagði mér einnig frá atburðum sem að hann, bróðir
hans, faðir og afi höfðu orðið vitni að.

Í gamla daga eins og vitað var þurfti að byggja hús úr grjóti og
mold og þurfti nú að hlaða vegg fyrir eitthvað kindahús. Til
þess þurftu þeir að sprengja steina í fjallshlíðinni. Þar var einn
stór steinn sem að í fjallshlíðinni og þarna ætlaði bóndi einn
og tveir synir hans að sprengja. En sömu nótt og þeir ætluðu
að sprengja dreymdi heimasætunni að til hennar kæmi kona
sem að sagði henni að það mætti ekki sprengja steininn þar
sem að hann væri bærinn hennar og ef að hann yrði
sprengdur þá myndi hræðileg ógæfa verða….

Bóndinn tók ekkert mark á heimasætunni og sprengdi
steininn, síðar var kindahúsið hlaðið og ekkert nema það að
þau fóru öll inn að borða, þá heyrðist hræðilegur skarkali úti,
þegar þau fóru út, var veggurinn hruninn.
svona 12 árum síðar þá fór langalangafi minn (afi afa) að
brynna hryssunum og sinna dýrunum í kindahúsinu sem að
var búið að endurhlaða. Um leið og hann steig útúr því. Hrundi
húsið.
Síðar (1945 minnir mig) kom mikill vindur þarna norður í
svarfaðar dal og þá kom eini hvirfilbyluinn sem að sögur fara
af til íslands, pabbi, bróðir og tveir aðrir bændur afa urðu allir
varir við hann, en það undarlega var að hann fór á milli allra
bæjanna og beint á kindahúsið, þar tók hann þakið beint af og
þyrlaði því út um allt í nokkra klukkutíma eftir að hafa farið með
það yfir eina á og var síðan fundið útum allt…
Síðasta atvikið var svo þegar ein hryssan hálsbrotnaði á
dularfulla vega sem að hægt var að útskýra með nýjum hesti
sem leiddur var til hennar, en þennan atburð sá afi með eigin
augum.

Allavega þá trúi ég þessum sögum álfa og drauga, og finnst
þetta mjög áhugaverðar sögur…

Allavega vona ég að ykkur hafi fundist þetta skemmtilegt.

Takk fyrir mig

Hacki

(Þess má til gamans geta að ég á heima í kópavogi…
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi