Ok nú vil ég fá að vita. Á almennan mælikvarða, finnst ykkur það vera mjög trúað ef maður er 18 ára, og fer með bænir á hverju kvöldi. Þá er ég ekki að meina þessar hefðbundnu bara, heldur líka tala við Guð. Allavega þá er ég 18 ára og fer með bænir á hverjum degi og tala við Guð þegar ég fer með þessar bænir. Þá bið ég hann að gæta ættingja minna og vina og fleira þannig. Kannski finnst ykkur þetta fáránlegt eða eitthvað en svona er þetta bara, mér líður bara betur eftir á.

Ég var að tala við bekkinn minn í heimspeki um daginn um trú og þá fékk ég það allt í einu á tilfinninguna að ég væri mjög trúuð miðað við það sem gengur og gerist. Kannski eru bara svona miklir trúleysingjar í mínum bekk? Þarna fannst mér allt í einu að það sem mér finnst fullkomlega eðlilegt væri bara einhver fáránleg athöfn sem aðeins fáránlegt fólk gerir. Ég þorði allavega engan veginn að viðurkenna að ég væri trúuð þar sem bekkjarfélagar mínir voru svona “á móti” því að trúa. Ég varð mjög reið að heyra margt sem þau voru að segja en ólíkt mér þá þorði ég engan veginn að standa fyrir málstað mínum.

Ég veit ekki hvernig fólk háttar trú sinni almennt séð, en ég vil gjarnan fá að vita hvort ykkur finnst ég mjög trúuð eða hvort þetta er bara eðlilegt eins og mér fannst þetta vera fyrir þessa bekkjarumræður!

Endilega látið heyra frá ykkur!