Wicca er æfaforn, heiðin trú sem á rætur sínar að rekja til Kelta og var hin viðtekna trú um alla Evrópu áður en álfan var kristnuð. Þegar það gerðist byrjuðu kristnir menn ofsóknir á hendur Wicca iðkendum sem náðu hápunkti með nornaofsóknum miðalda og hafa staðið allt til þessa dags. Þrátt fyrir allar þessar ofsóknir lifir trúin ennþá og eru iðkendur hennar nú loksins að byrja að gægjast út í dagsljósið. Ennþá eru þó miklir fordómar gangvarthenni og þar sem ég er Wicca iðkandi ákvað ég að skrifa örlítið um þetta hérna á heimasíðunni minni.
Orðið Wicca kemur úr Engilsaxnesku, wicca (karlkyns) og wicce (kvenkyns) eða bara einfaldlega wiccan fyrir bæði og þá er maður ekkert að flækja þetta með karl og kvenkyns því það í rauninni skiptir engu máli.
Wicca er tengt forna íslenska orðinu Vitki, sem þýðir töframaður. Wicca (nornatrú) var lögum samkvæmt viðurkennd trú í Bandaríkjunum árið 1985 og er vernduð af stjórnarskrá Bandaríkjanna. Enn er hún ekkki viðurkennd hér á landi samt eru margir á Íslandi sem stunda hana. Í Bandaríkjunum eru um 200.000 nornir, bæði karlar og konur.
Tákn Wicca er fimmhyrn stjarna sem er tákn og verndargripur, líkt og krossinn hjá kristnum mönnum. Þessi stjarna er oft notuð í þeim göldrum og helgisiðum sem trúin býður. Stjarnan heitir Pentacle, eða Pentagram og merkir hvert horn á stjörnunni eitt yfirnáttúrulegt frumefni eða höfuðskepnur, sem eru Andinn, Vatnið, Eldurinn, Jörðin og Loftið. Andinn er yfir öllum hinum höfuðskepnunum.
Gyðjur Wicca eru t.d. Ishtar, Isis, Hekata, Venus, Athena og Freyja. Guðirnir eru aðeins skuggalegir, en samt ekki illir, þeir eru gjarnan í geitalíki eða blanda af geit og manni og heitir guðinn Pan. Á miðöldum sáu menn djöfulinn fyrir sér með geitahöfuð og klaufir og þar sem lýsing Pans líkist djöflinum héldu menn því fram að nornir væru djöfladýrkendur. Wicca er ekki djöflatrú og tengist ekki djöfladýrkun. Til að vera djöflatrúar þarf maður að vera kristin, því djöfulliinn er kristið fyrirbæri og ekki til í hugum nornanna.
Pan er grískur guð, og þar sem hann er hálfur maður og hálft dýr, þá táknar hann einingu manns og náttúru. Wicca er náttúrutrú og þessvegna dýrka þær Pan.
Wicca eða Witchcraft, eru jarðtengd trúarbrögð með kröftum frá náttúrunni, á þessari plánetu, stjörnunum og lengra út fyrir. Nornir hittast á nýju tungli og á hátíðistímum til að vekja upp og tengja sig við áður upptalda krafta. Þær heiðra fornar Gyðjur og Guði, að meðtöldum Þrískiptum nornum; vaxandi, fullu og minnkandi tungli, og hyrnda Guði sólarinnar og dýranna.
Wicca hefur ekki “biblíu” eða aðra bók sem á að vera “orð Guðs”. En Wiccaiðkendur hafa samt mikilvæg skrif og rit sem margir reyna að fylgja. Ekki er heldur nein “kirkja” eins og Kristnir menn hafa. Það er vegna þess að þessi trú var byggð að þeim sem stunduðu trúna einir eða í hópi. Hópurinn er þá kallaður nornasveimur eða nornasamkunda og hægt væri að segja að það jafngildi kirkjum þar sem nornasveimur eða nornasamkunda og hægt væri að segja að það jafngildi kirkjum þar sem nornasveimur er hópur iðkenda sem koma saman til að fagna, framkvæma helgiathafnir og læra. Nornirnar koma þá saman heima hjá einhverri þeirra eða úti í náttúrunni. Flest allar nornir eru einveru iðkendur, eða um 75%.
Sumir í Wicca eru grænmetisætur því að Wicca iðkendur trúa því að allt hafi lífskraft, svo margir neita að drepa eða éta aðra skepnu, allt það sem áður hafði sál. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Wicca/Witchcraft er mjög andleg trú. Allir finna innra með sér “kraft” sem er æðri manni sjálfum. Nornir fremja galdra og eru galdrar eiginlega það sama og “bænir” í öðrum trúarbrögðum, t.d. kristni.
Helgisiðir eru notaðir til að hafa samband við eða tengjast Guðum, Gyðjum eða andlegum leiðsögumanni manns. Lykt, litir eðli efnir og svo framveigis eru tilgreind til að tryggja sér Guð eða Gyðju. Allir sem við notum eru til að draga sérstakan “hlustanda”. Litir og lykt kerta og reykelsa hafa mikla merkingu, t.d er bleikur litur ástar og ætti maður þá að nota þann lit í ástargaldra, en ég er frekar á móti ástargöldrum þar sem þá er maður að stjórna annarri manneskju. Dagar skipta líka miklu máli og hvort það er fullt eða vaxandi eða minnkandi tungl þegar maður fremur galdur. Á meðan á galdri eða helgisið stendur nota nornir kryddjurtir, olíu, kerti, reykelsi og steina og deila þessir hlutir kröftum sínum með norninni.
Athugið að þeir sem iðka Wicca mega einnig aðhyllast eins mörg trúarbrögð og þeir óska, svo maður getur bæði verið Wicca og kristinnar trúar eða Wicca og ásatrúar og svo framvegis, og það er eitt svo frábært í Wicca og það er að manni er kennt að bera virðingu fyrir öllum trúm sem maður á auðvitað að gera.
./hundar