hæhæ,
Ég hef aldrei skrifað hérna en þetta er eini staðurinn sem ég get skrifað á til að fá smá ráðgjöf.
Þannig er að afi minn var listmálari og honum fylgdi alltaf þessi olíumálningarlykt og lykt af terpentínu líka :) Við vorum mjög náin og ég elskaði afa minn út af lífinu! Ég fór daglega í heimsóknir til hans og hann til okkar og það var alltaf mjög sérstakt sambandið á milli okkar. Ég var sjálf sífellt teiknandi og málandi og sótti mörg svoleiðis námskeið og vann meira að segja til alþjóðlegra barnaverðlauna :) Stundum leyfði hann mér að mála með sér, málverkin sín! Þegar ég var lítil lofaði ég honum alltaf að ég ætlaði líka að verða listmálari alveg eins og hann :) En eins og ég hugsaði þetta þá var þetta bara svona barnadæmi, engin alvöru alvara. Svo dó afi minn þegar ég var 9 ára og þvílíkur söknuður og sorg!
Í dag hef ég sífellt svona tómleikatilfinningu inní mér, eins og ég þurfi að fara að tjá mig á einhvern hátt…. oft spáð í að skrifa eða eitthvað svoleiðis en aldrei hefur hvarflað að mér að fara að teikna eða mála, mér finnst ég ekki geta það nógu vel. Stundum fæ ég þessa flugu í höfuðið að byrja að mála EN…. Svo er kærastinn alltaf að segja að ég ætti bara að “go for it” og drífa í þessu og læra þetta bara!
Svo gerðist þessi líka skrítni hlutur! Ég var að skoða heimasíðu listaháskólans og stúdera þetta nám og hvað ég ætti að gera og þá allt í einu gýs upp þessi líka sterka terpentínu- olíumálningarlykt! Það fyrsta sem ég hugsa er afi! En þar sem ég var ekki alveg að trúa þessu sjálf hóaði ég í kærastann og sagðist finna svo skrýtna lykt, hvort hann fyndi hana líka? Hann var fljótur að svara:“svona málningarlykt?”!
Hvað finnst ykkur er þetta bara í hausnum á mér eða gæti þetta mögulega verið eitthvað merki? Ég er ekki alveg að skilja þetta sjálf og þar sem að mér fannst voða erfitt að skrifa þetta þá vinsamlegast sleppið lélegum kommentum - vil bara fá almennileg álit og svör :)
Takk fyrir að lesa þetta :)