Ég verð að segja að ég er sammála Serbasim. Þjóðfélag okkar er of bundið við of framleiddar hugmyndir um veruleikan. Hugmyndir eins og trú, tákn og ímynd. En í raun skipta þessir hlutir engu máli þeir eru óþarfir því þeir eru aðeins blekking. Það er enginn tilgangur í materialisma sem er aðeins tól OPEC Landanna til þess að stjórna múgnum ásamt trúarbrögðum. Ég hef verið að stúdera Heimsspeki og Dulspeki í mörg ár og það tekur ekki langan tíma þar til maður sér hið sanna. Það er enginn tilgangur og við sem einstaklingar skiptum engu máli. Í raun skiptir ekkert máli allt sem við gerum skiptir engu máli. Lífið skiptir engu máli. Sjálfið skiptir engu máli. Við erum aðeins samasafn af atómum ekkert annað. Það er enginn sál, engir englar, enginn guð og enginn jólasveinn. Það er ekkert gott og ekkert vont það bara er. Allar þessar skilgreiningar eru gagnlausar vegna þess að í raun skipta þau engu máli og eru takmarkaðar af okkar einræna umhverfi. Við erum aðeins E=MC2 ekkert annað…