En þetta var bara kynning. Þetta er gríðarlega áhugaverð bók því hún veltir líka fyrir sér þeirri spurningu hvort til sé eitthvað sem við köllum æðra tilverustig, eða sálin. Sýnt hefur verið fram á með heilaskönnunum á fjölda manns að allt sem við gerum kemur fram í heilanum. Ef við reiðumst, lýsist geðshræringasvæði heilans upp; þegar við leysum verkefni lýsist upp annað svæði; þegar við tölum, lýsist talsvæðið upp og svo framvegis. Það er meira segja búið að finna svæði í heilanum (í gagnaugablaðinu) sem talið er að sjái um trúmál. Ef þetta svæði var örvað varð fólk fyrir andlegri upplifun, leið undursamlega og fékk jafnvel vitranir frá Guði!! Vitranirnar hættu um leið og örvuninni var hætt.
Þá spyr ég eins og bókin. Er maðurinn með “sál”, höfum við eitthvert andlegt svið, eða á sér allt líffræðilegar orsakir? Er heilinn fullkomnasta tölva eða vél í alheiminum eða hafa andlegar verur eitthvað með þetta að gera??
hvað finnst ykkur, því ég er orðin ansi ringluð..
refu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil