Í kvöld var ég að vafra um á netinu að skoða bíla og annað því um tengt þegar ég heyri í frænku minni vera að spjalla við mömmu og pabba á meðan það skiptist um lag á geisladisknum sem var í gangi. Ég fer upp og sest niður og spjalla smá líka, þetta var nú alltaf skemmtilegasta frænka mín þegar ég var lítill.
En hún er að tala um Danmörku og þegar hún átti heima þar og þannig og svo aðeins seinna leiða umræðurnar í það þegar fólk kom í heimsókn hjá henni þar. Hún sagði mér að oft þegar fólkið var að líta í kringum sig og á leiðinni með að setjast niður að þá komu þessar sekúndur, 1 eða 2 sekúndur, þar sem allt hljóð í kring dofnaði niður og hún heyrði nákvæmlega það sem fólkið var að hugsa. Hún hélt að hún væri bara að verða eitthvað klikkuð í hausnum og var farinn að hafa áhyggjur en í eitt skiptið spurði hún einn gestinn: “Það sem þú ert að hugsa núna, er það: ”Svakalegt drasl er þetta í glerskápnum hennar og þessi hilla þarna, full af eldgömlum dósum, óopnuðum. Sóðaskapur. Og hvernig í ósköpunum nennir hún að vera með allar þessar plöntur hérna?“?” Og það sem kom henni mest á óvart var að þetta var akkurat það sem konan var að hugsa. Og það sem kom henni meira á óvart var að hún heyrði þetta allt á 1-2 sekúndum.
En jæja, svo segjist hún oft heyra fólk hugsa eitthvað þveröfugt miðað við hvað það er að segja í vinnuna um hina og þessa hluti.
Svo er annað gerðist bara nýlega. Dóttir hennar er í heimsókn og er búinn að vera þar í ferkar langann tíma. Svo lítur dóttir hennar á klukkuna hennar í stofunni og svo á hinar 2 í eldhúsinu og segjir svo undrandi “Hvað er klukkan ekki meira? Ég er búin að vera hér svo lengi, eru ekki fréttir að fara að byrja?”. En þá voru fréttir búnar, og allar klukkurnar sýndu 20 mínútur yfir 6. Þetta fannst þeim nú mjög skrítið og þegar þær kíktu betur þá voru allar 3 klukkurnar stopp. Nákvæmlega alveg eins. Allar með sekúnduvísinn á 12, allr með litla vísinn rétt yfir 6 og allr með stóra vísinn á 5. Það fyrsta sem frænka mín gerði var að hringja uppá spítala til að athuga hvort allt væri í lagi með pabba sinn. Það var allt í lagi. En svo akkurat þegar klukkan var 9 (samkvæmt textavarpinu) fóru allar klukkurnar í gang aftur. Og um leið og það gerðist þá sá hún fyrir sér þetta orð: “Bróðir”. Hún á 3 bræður, Pabba min, einn sem er mongólískur og býr uppá Sólheimum og einn sem enginn veit neitt um. Hann hefur verið þjófur alla sína æfi og flutti snemma af landinu til Svíþjóðar. Árið 2001 var síðast þegar við fengum vísbendu um hvar hann var fyrir 2 árum, en þá þurfti pabbi að sækja um nýtt skírteini til að geta verið á bílaleigubíl þar og þá var hann skráður á 2 gömul skírteini, en hann hafði bara verið með 1 frá því hann fékk bílpróf og aldrey sótt um neitt annað. En samt var einhver búinn að fá ökuskírteini á hans nafni 2 árum áður, það er, árið 1999.
Nóg með það. Frænka mín hringir í Sólheima og allt er í lagi með bróðir hennar þar. Svo kemur hún til okkar og ekki er neitt að pabba. Þá er bara 1 eftir og það er þessi týndi. Núna er hún með þessar þvílíku áhyggjur af honum. Þó hann flúði land fyrir eitthvað 20-30 árum síðan og enginn veit neitt hvað varð að honum eða hvar hann er þá er þetta bróðir hennar og hún ólst upp með honum og henni þykir væntu um hann. En hún hefur á tilfinningunni að eitthvað er að hjá honum.
Meira get ég ekki sagt einsog er því þetta kvöld sem hún kom að kíkja með pabbi er einmitt núna í kvöld og við vitum ekkert meir. En þó get ég sagt það að þegar ég var að standa upp og fara inní herbergi aftur þá spurði hún mig: “Hvað er hugi.is?”. Það fannst mér sanna að hún getur lesið hugsanir þar sem ég var að hugsa um að skrifa grein á hugi.is um þetta og hún er frekar gömul og á ekki einusinni tölvu.
Ég vill biðja ykkur um að fleima ekki neitt útaf því að það er ekki almennilegur endir á þessu en mér fannst ég bara verða að skrifa þetta einhverja hluta vegna. Og ég vill líka taka það fram að þetta er allt satt! Þetta gerðist í alvöru. Þið megið sleppa því að trúa þessu ef þið viljið en hvað sem þið segjið að þetta er ósatt þá veit ég að þetta er satt, og ekkert breytir því.
Kveðja, Klikkhausi.
Kveðja, Danni