Hæhæ!

Ég er nemi í Söngskólanum í Reykjavík og er að gera alveg merkilega spennandi ritgerð sem einmitt tengist heiðni. Þið hafið eflaust flest heyrt um neopaganism eða nýheiðni. Það sem er í gangi er að við erum að sækja okkar trú til hinna gömlu heiðnu trúarbragða. En af því að það er engin bein tenging á milli þá vitum við ekki alveg nákvæmlega hvernig trúarbrögðun voru þannig að í raun erum við ekki bara að endurvekja heldur endurskapa þessi gömlu trúarbrögð og því á vissan hátt komin með ný. Við getum kallað þetta að hið gamla mæti hinu nýja, því auðvitað hefur margt breyst í millitíðinni sem við aðlögum trúnni. Málið er að svipað er að gerast í tónlistinni. Um leið og við sækjum í fortíðina með trúna þá reynum við líka að endurvekja tónlistarnotkunina. Tónlist var notuð í trúarlegum athöfnum og hátíðum og oft voru áköllin sungin (sbr. chant) og það erum við líka að gera í dag, t.d. í Wicca.

Þar sem það er ekki sérlega auðvelt að finna upplýsingar um þetta tiltekna efni, jafnvel þó ég þræði bækur og vefsíður, þá datt mér í hug að spyrja ykkur, hvort þið hefðuð kannski rekist á eitthvað sem gæti nýst mér í þessari ritgerðarsmíð og hvort þið gætum bent mér á eitthvað sniðugt. Ef svo er þá yrði ég innilega þakklát fyrir hjálpina.

Verið þið blessuð,
Divaa