Í dag kom Allsherjargoð Íslands, Hilmar Örn Hilmarsson hingað austur og ætlaði m.a. að reysa níðstöng (sem er svona heiðin siður) upp á Sangerði sem er rétt hjá Kárahnjúkum og byðja Landvættirnar okkar og Goðin að vernda Kárahnjúka svæðið.
Frændfólk mitt náði í Hilmar á flugvöllinn á Egilsstöðum og keyrðu með hann heim til þeirra í Skriðdal.
Þegar þau voru að fara að leggja af stað frá heimili sínu til Kárahnjúka sveimuðu tveir hrafnar yfir sveitabænum þeirra, sem þykir mjög skrítið því það sjást sjaldan hrafnar á þessum stað í Skriðdal.
Ég og mamma mín vorum keyrðar af stað en okkur var ráðlagt að fara ekki uppá þessum fólksbíl okkar því við vorum ekki á nagladekkjum, þannig að við þurftum að bíða eftir frændfólki okkar og fá far með þeim.
Ég og mamma biðum úti í góða veðrinu, og ég tók eftir því hvar fjórir hrafnar flugu aðeins lengra frá okkur. Svo þegar fólkið okkar kom (Hilmar Örn var með þeim) sá ég hvar hrafnarnir komu furðulega nálægt okkur. En ég og mamma komum okkur fyrir í bílnum og svo keyrðum við upp á Kárahnjúka. Þegar við vorum komin á aðfangastað stoppum við og stígum útúr bílnum. Birtast þá allt í einu tveir hrafnar og fljúga í áttina til okkar, nokkuð skrítið….
En allavena Himar Örn reisti þessa níðstöng og stillir fjórum fánum oní snjóinn allir með með sitthvora myndina af landvættum okkar. Stillir hann líka fjórum kindlum oní snjóinn og í miðjunna setur hann fána Ásartrúarmanna og stendur sjálfur í miðjunni og hyllir landvættirnar okkar og heldur svona nokkurn vegin ræðu.
Ég og fleiri tókum eftir því þegar hann var að tala féll Austurlandsfáninn alveg niður og á sama tíma féll Norðurlandsfáninn niður, en samt ekki alveg eins mikið og Austurlands, og Suðurlandsfáninn bognaði svolítið en Vesturlandsfáninn var alveg kjurr og uppréttur, tek það fram að þetta gerðist allt á sama augnarblikinu. Það var eimitt maður sem sagði ,, Á ekki að laga Austurlandsfánann´´ og gekk að honum og reisti hann upp, en hann féll strax atur niður. Samt voru þessir fánar búinir að standa í c.a. 20 mín áður en þeir hölluðust svona.
Við vorum voðalega heppin með veður það var sól og logn, samt svolítið kalt og auðvitað snjór yfir öllu þarna uppi á hálendi. En þegar Hilmar byrjaði að kveða svona heiðna “bæn” og var að hylla Goðin og Landvættirnar og byðja þau um að vernda Kárahnjúkasvæðið tók ég eftir því að það kom þvílíkur vindur en hann hætti strax þegar Hilmar var búinn að tala. Þetta var alveg magnað og rosalega gaman að upplifa þetta.
Ég lýsi þessu nú bara í grófum dráttum, þetta var milu magnaðara í alvörunni.
Mér fannst þetta með fánana vera alveghreint magnað og þetta svona segir manni það að Austurland megi svo sannarlega skammast sín fyrir þessa virkjun. Kárahnjukar eru að mestu leiti á Austurlandi og það kemur Austurlandi mest við þessvegna féll Austurlandsfáninn alveg niður, Stjórnin sem leifði þessa virkjun er á Suðurlandi þessvegna bognaðist fáninn þeirra, Norðurland því að Þetta svæði er á Norð-Austurlandi þessvegna féll fáninn þeirra hálfvega, en Vesturland er ekkert hjá þessum framkvæmdum þessvegna stóð fáninn þeirra alveg statt og stöðugt.
Mér finnst þessi virkjun allgjör smán fyrir Ísland og þá ekki síst fyrir Austurland, margt af fólkinu hérna eru bara með dollaramerkin í augonum og er slétt sama um náttúruna. Og mér finnst alveg hrikalega sorglegt hvernig fólkið í landinu leifir sér að fara með þessa náttúruperlu Íslands.
Takk fyrir
Kv Hrislaa
./hundar