Hér er lítil saga sem mér var sögð þegar ég byrjaði að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Á fimmtu hæðinni bjó ekkill og ekkja. Í lifanda lífi þá sáust þau bara á göngunum þegar kominn var matartími en hvorugt þeirra tók þátt í félagsskapnum vegna veikinda.
Síðan deyr ekkillinn og stuttu seinna deyr ekkjan.
Eftir dauða þeirra fer fólk að taka eftir reimleika á fimmtu hæðinni og margir starfsmenn eru ennþá hræddir við að fara þangað því fólk finnur alveg jafn mikið fyrir návist hinna látnu þar að degi sem á nóttu (þá er ég að tala um fólk sem er ekki skyggnt).
Svo fór fólk skyggnt að sjá ekkjuna og ekkilinn haldast í hendur á göngunum og mætti segja að þau hafi fundið ástina eftir dauðann.
Ég vann þarna í eitt ár og hef séð þau. Þau eru brosandi og virðast mjög hamingjusöm.
Hver segir síðan að það sé ekkert eftir dauðann? Kannski finnur þú ástina eftir hinn líkamlega dauða?