Í nótt varð ég fyrir sérkennilegri reynslu. Þó er ekki víst að hún passi undir dulspeki.
Það er best að ég byrji á byrjuninni. Í gærkvöldi var ég á huga og bara að sörfa svona almennt. Þreytan fór að sækja á mig svo ég ákvað að ganga til rekkju. Ég háttaði mig og SLÖKKTI ljósin með rofa sem er á veggnum svona tvo metra frá rúminu mínu og lagðist í rúmið las ekki neitt og slökkti svo lestrarljósið sem er við hliðina á rúminu og fór að sofa með ÖLL LJÓS SLÖKKT.
Þá kemur að hlutanum sem mér þykir furðulegastur. Ég vaknaði klukkan hálf sex um nóttina liggjandi ofan á hendinni á mér svo ég fann ekki fyrir henni. Þá tók ég eftir að ljósið í herberginu var kveikt og það var ljósið með rofanum á veggnum. Ég stóð upp og slökkti ljósið og fór að sofa. Og vaknaði svo frískur og endurnærður klukkan hálf ellefu.
Ég hef hugsað þó nokkuð um þetta og hingað til sé ég bara fjóra möguleika og mér finnst enginn þeirra líklegur.
1.Ég gæti hafa gleymt að slökkva ljósið þegar ég fór að sofa.Það hefur aldrei gerst áður og ég man greinilega eftir hvað það var dimmt í herberginu þegar ég slökkti lestarljósið.
2.Ég gæti hafa kveikt ljósið í svefni. þó hef ég aldrei gengið í svefni fyrr samkvæmt fjölskyldu minni.Og ég vaknaði líka tilfinningalaus í hendinni vegna þess að ég lá ofan á henni. Sem þýðir að ef ég hef kveikt ljósið hef ég gert það snemma á nóttinni. (ég fór að sofa kl.2 )Það hlýtur að taka þó nokkurn tíma að komast í svefngöngu ástand og það tekur tíma að liggja ofan á hendinni á sér svo hún verði ALVEG tilfinningalaus.
3.Óboðinn næturgestur hefur verið að snuðra í herberginu og gleymt að slökkva ljósið. Hann hlyti að vera dálítið heimskur til að kveikja ljósið yfir höfuð. Svo þetta er varla möguleiki.
4. Búúúúúú,Draugur. Þessi kostur þykir mér ólíklegastur allra ofangreindra því að ég trúi ekki á drauga.
Hver kveikti ljósið. Þetta veldur mér talsverðu HUGArangri