Það hafa mjög margir lent í því að sjá drauga, fá illa tilfinningu, sjá skugga
o.fl. Og er ég engin undantekning. Maður trúir því hvað maður sér. Ég hef
tekið eftir því hvert skipti sem einhver segir frá eigin reynslu eru alltaf
einhverjir sem segja hann brjálaðan eða ungan eða geðsjúkan. Það þarf
alltaf að heyra frá fólkinu sem er alltaf of visst með sjálfan sig. Dæmi.
Grein: Þegar ég var 14 sá ég geimskip.
Svar: Gæti verið að mamma eða pabbi voru að lemja þig eða fóru illa með
þig í æsku, kannski varstu bara að ímynda þér þetta, eða að reyna að flýja
raunveruleikan, gæti verið að þú horfir of mikið á sjónvarpið eða spilir of
ofbeldisfulla tölvuleiki. Gæti verið að þú ert að taka inn lyf, ertu fýkill?
Ég sjálfur er þreyttur á þessu fólki sem blandar raunveruleikanum við
sjónvarpsveruleikan. Eins og þetta fólk hefur það erfitt að skipta á milli
hvað er raunverulegt og hvað ekki. Engin veit, það er ekki hægt að deila á
milli. Það sem ég er að segja er að flestir unglingar eru ekki eins heimskir
og flest eldra fólk heldur. Gæti ekki verið að þessi kynslóð hefur meira
skyn fyrir raunveruleika. Erum við kannski ekki bara næmari fyrir
reimleika. En markmiðið hér er að koma fram með staðreyndina að fólk
sem svarar með þessum óþverra að kalla mann geðsjúkling eða fýkil eða
hreinan hálvita mega spara sig tímann og ekki svara því enginn vill lesa
þessi svör. Dulspeki er ekki til þess að ákalla fólk fyrir reynslu þeirra
heldur skiptast á og tala um. Upplýsa ekki niðurdraga fólk. Og ef þú trúir
ekki viðkomandi persónu skaltu annarsvegar koma með góða
skilgreiningu á máli þínu eða bara alls ekki svara.
Persónuleg saga. Margir hlutir.
1) Ég bý í húsi sem er nokkuð venjulegt. Í Reykjavík. Einbýlishús, þriggja
hæða. Ég bý enn með foreldrum í kjallaranum með nokkuð stórt herbergi.
En þessi kjallari er skrítinn. Hlutir eru alltaf að falla. Skápar á vegg hafa
hreinlega fallið nokkrum sinnum. Speglar líka. Og oftast spólur og dvd
myndir úr þurru sem eru í hillu. Ljósaperur. Flestir vinir mínir eru
dauðhræddir við þennan kjallara. Ég sjálfur er vanur honum. En samt fæ
ég alltaf á tilfinningu eins og einhver sé að fylgjast með mér. Ég heyri
mjög oft í brökum í gólfinu sömu brök sem heyrast stöku sinnum og ég
geng. Hurðir opnast úr þurru. Og það hryllilegasta er að fyriir um 4 árum
síðan vaknaði ég um nóttina fór inn á baðherbergi og byrjaði að heyra
raddir koma frá viftunni þegar ég kveikti á henni. Þegar ég slökkti hættu
þær. Ég heyrði samræður. Orð eins og: Já, eins og hver. Frá héðan,
mjög margar raddir í einu talandi á sama tíma. Síðan þá hefur það aldrei
gerst og líkar mér ekkert sérlega vel við þessa viftu.
Jæja, á ég nú að búast við fíflum segja ég vera geðsjúkling eða fýkil.
Vona ekki. Ég hef líka séð geimskip, þrisvar ég hlýt að vera geðsjúkur
ekki satt?
Til þess að sjá raunveruleikan verður að skilgreina sjón´