Sæl öllsömul

Það er mikilvægt fyrir alla sem eru að pæla í Wicca eða einhverri annarri trú sem stunda galdra að vita hvernig á að búa til sína eigin. Þessi fyrirlestur er einnig hugsaður sem hálfgert framhald af Wicca fyrirlestrunum sem hafa verið haldnir á tunglfundunum, sem næsta skref eftir að búið er að útskýra grunnhugmyndafræði og trú í Wicca.
Hérna er yfirlit yfir það sem verður tekið fyrir á fundinum næst:

1. Hvað eru galdrar?
2. Siðfræðin, hvenær má eða má ekki nota, hvernig má nota þá og hvaða reglur og lögmál gilda um þá.
3. Tegundir galdra og hefðir sem tengjast þeim
4. Smá ágrip af sögu þeirra
5. Hvað er notað í galdurinn, helstu hráefni og verkfæri
6. Hvernig galdurinn er byggður upp
7. Hvernig hann er framkvæmdur

Vonandi fáum við að sjá ykkur sem flest en fyrirlesturinn verður seinna settur upp á heimasíðu tunglfundanna www.visindi.is/tunglfundir en ítarefni verður dreift á fundinum sjálfum.

Kveðja
Nishanti
www.blog.central.is/runin