Ég hlustaði á sögu hennar með athygli enda er ég mjög mikil áhugamanneskja um allt sem er dulrænt og forvitnilegt. Ég mundi þá eftir einu spooky atburð sem gerðist varðandi bróður minn sem ég sagði henni frá.
Þegar bróðir minn var á milli 5-7 ára að þá vaknaði hann alltaf skíthræddur og grátandi. Þegar maður spurði hann hvað væri að, hvort að hann hefði fengið martröð eða eitthvað álíka að þá neitaði hann alltaf og benti alltaf á eitt hornið í herberginu og sagði að þar stæði kall með svartann hatt. Við sögðum honum að þetta væri bara eintóm vitleysa og að hann væri að dreyma þetta. En hann hélt því alltaf fram að maðurinn væri þarna, í svörtum fötum og með svartan hatt. Svona vaknaði hann hverja nótt þar til hann varð svona 7 ára og alltaf sagði hann það sama.
Þegar ég sagði stelpunni þessa sögu að þá færðist alvarleiki á andlitið á henni. Hún sagði mér að þetta hefði verið rétt hjá bróður mínum. Hún sagði að þessi maður væri kannski ekki beint framliðinn heldur einhverskonar vera sem flakkar á milli og hræðir lítil börn sem eru að fara sofa. Ég spurði afhverju hún væri svona viss og þá sagði hún mér að þegar hún hafði verið á sama aldri og bróðir minn að þá hafi þessi sami kall heimsótt hana einn morguninn þegar hún vaknaði. Hún var þá ein heima hjá sér og þessi kall stóð við rúmið hennar. Hún reyndi að láta eins og hún sæi hann ekki en þessi ógeðslegi kall elti hana um allt hús og gaf frá sér öskur, stelpan líkti öskrinu eins og hestamennirnir í Lord of the Rings gáfu frá sér. Hún sagði mér að þessi kall eða hvað sem þetta var hefði verið með barðastóran pípuhatt, í svörtum frakka og með ófrínilegt andlit sem sæist varla út af hattabarðinu. Hún kallaði hann flakkarann.
Ok…mér fannst þetta frekar spooky, en þegar hún sagði að þessi sami kall hefði staðið í veg fyrir bíl kærasta hennar þegar hann var að keyra eitt kvöldið, að þá vorum við virkilega vissar um að þessi svartklædda vera væri virkilega til! Já og eftir að kærastinn hennar keyrði í gegnum kallinn að þá stóð hann þar enn. Ég þekkti þessa stelpu ekki neitt og hafði aldrei séð hana fyrr en þarna á spítalanum.
Ég vil gjarnan að þið sem lesið þetta getið komið með athugasemdir um þennan kall, draug eða hvað sem þetta var. Var einhver hérna sem vaknaði með einhvern kall yfir sér og var hann þá með svartan pípuhatt? Systkini ykkar eða einhver sem var næmur á svona þegar hann var yngri? Ef svo er og þið verðið að segja satt að þá er þessi flakkari með hattinn virkkilega til! Spooky en samt svolítið spennandi :o.
I´m crazy in the coconut!!! (",)