Þegar pabbi minn var lítill um sona 14-15 þá ákvað fjölskyldan hans að flytja í mjög ódýrt hús sem virtist bara mjög fínt. En þegar inn var komið var ekki allt með heldu. það heyrðist mikil umgangur í húsinu og þegar var litið fram til að tékka hvort einhver væri fram var enginn. Afi vaknaði oft um nætur við umgang í húsinu en fann engan.
T.d. eina nóttina liggur pabbi í rúminu sínu og er að dreyma. Hann dreymir sjómann koma í herbergið sitt og er að reyna að draga hann úr rúminu. Pabbi telur þetta martröð en þegar hann vaknar næsta morgun sér hann biblíu á borðinu. Hann fer fram og spyr mömmu sína hvað er biblían að gera á borðinu hans og þá segir hún að það hafi komið draugur eða eitthvað og reynt að draga hann úr rúminu.
Pabbi hefur eiginlega ekki trúað þessu sjálfur og talar aldrei um þetta en svona heyrði ég söguna. Hann er líka berdreyminn. Eins og einu sinni dreymdi hann eikkern mann og það sem hann heitir þýðir dauði og daginn eftir dó vinur hans. Hann var búinn að segja okkur frá draumnum áður en hann dó. Hann vissi að það yrði þessi vinur hans vegna þess að hann var með krabbamein.
Ég var að spá, geta draugar tekið mann eða t.d. dregið mann úr rúminu??
ég hef heyrt sögur af því að draugar eða sálir koma í veg fyrir að maður hreyfi sig þegar maður vaknar og kemst þá ekki frammúr. geta þau þá líka tekið mann frammúr?
ég hef einnig heyrt að þau gefa manni marbletti og sár eða ég las það í einni grein hér um konu sem vaknaði öll í sárum og einnig dóttir hennar. eins og hún hafi verið klóruð. kannski var það lýgi vegna þess að það koma oft soleiðis sögur hingað…