Sæl veriði,

Með þessari grein langar mig að lýsa fyrir ykkur hvernig ég hugsa um og lít á reimleika, líf eftir dauðann, fylgjur, árur og Davíð má vita hvað þetta kallast allt saman.

Þar sem ég er efasemdarmaður mikill, ekki vegna þess að ég vil vera það heldur er ég það bara, hef ég mikinn áhuga á öllu sem tengist óútskýranlegum atburðum. En af einhverjum ástæðum að þegar einhver segir mér sögu eða eitthvað sem átti að hafa gerst, þá er dettur mér alltaf strax eitthvað í hug sem svar, og mér finnst það í flestum tilfellum bara rökrétt og lögleg útskýring.
Ég er forvitinn af eðlisfari, ég segi aldrei neitt um nein mál án þess að hafa kynnt mér þau fyrst. Ég hef prufað ýmisleg skynvillu efni og gert allskonar hluti, farið í andaglas, brotist inn í draugahús osfvr, einungis vegna þess að ég er með ótæmandi spurningalista í hausnum á mér sem ég vil fá svör við, ekki hear say og urban legends.

Dæmi 1:

Vinkona mín sagði mér um daginn frá því að gömul vinkona hennar væri með ílla anda í kringum sig. Oft lýsti það sér þannig að hún var algerlega látin í friði, á meðan fólk í kringum hana fékk oftar en ekki að kenna á því. Hún sagði mér frá því að þær hafi verið að djamma vel og mikið einu sinni og endað með eftirpartý hjá vinkonuninni. Það var nú eitthvað af fólki þar, þær voru ekki einar, en um nóttina þá finnur hún að það leggst á hana einhver rosalegur þungi og hún getur bara með engu móti hreyft sig, hún vaknar ekki beint en finnur að það er eitthvað ekki með felldu.
Það fyrsta sem henni dettur í hug er að það hafi draugur laggst oná hana og haldið henni niðri.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar hún sagði mér þetta var að það hafði átt sér stað einhver krampi í líkamanum eða eitthvað álíka.
Ég kannast við þá tilfinningu að vera milli svefns og vöku, sérstaklega eftir djamm þar sem jafnvel efni hafa verið notuð (eins og í fyrrnefndu tilfelli) í því ástandi getur maður hvorki hreyft legg né lið og það er frekar óþægileg og skrýtin tilfinning. Maður sem ég þekki kannaðist líka vel við þetta og vorum við sammála um að þetta væri hægt að útskýra.

Aðrar vinkonur hennar fundu oft fyrir því að það var þungt andrúmsloft í kringum þessa stelpu, þær urðu oft þreyttar i kringum hana og neikvæðar hugsanir leituðu á þær. Draugar hugsuðu vinkonur mína. Ég hins vegar lít á málin með smá víðara samhengi, kærastinn hennar var heróín fíkill, þau voru í miklu rugli og mikil vansæld í kringum þau. Getur ekki verið að það hafi spilað inní?

Nú þekki ég stelpu sem er þannig að um leið og hún labbar inní herbergi þar sem annað fólk er þá fyllist herbergið af neikvæðri orku, allir verða mjög þungir og vonlausir, mamma mín fékk td þau skilaboð frá miðli að ef hún myndi vera nálægt henni yrði hún að kúpla sig nánast úr raunveruleikanum og fara í jákvæðar hugsanir og reyna að forðast hana. Ég persónulega vendist allur í kross þegar hún birtist, verð mjög þungur og dapur og líður frekar ílla.
Ekki held ég að það séu draugar í kringum hana, líklegra finnst mér, þar sem hún er ein neikvæðasta manneskja sem ég þekki, að hún smiti frá sér neikvæðri orku. Það er ekkert dularfullt eða draugalegt við það.


Dæmi 2:

Þessi sama vinkona mín (sem btw er sannfærð um að það séu látnir ástvinir að fylgja henni í hvert fótspor, eins og það sé ekkert meira spennandi líf eftir dauðann en að fylgja fólki sem mar þekkti) sagði mér að hún hafi farið í heimsókn til fólks sem hún þekkir nokkuð vel. Um leið og hún nálgaðist húsið, fór hún að fá hausverk og verða mjög þreytt og þung. Fólkið sagði henni að um nóttina hafi verið mikið um rifrildi og þungt andrúmsloft í húsinu.
Það fyrsta sem þau hugsuðu var…….Draugar!!!!

Það fyrsta sem mér datt í hug var að út frá aðstöðu pólanna gagnvart tunglinu eða stjörnunum eða eitthvða álíka hafi hreinlega myndast neikvæður póll á þessum stað. Þessi neikvæði póll hafi svo aftur orsakað að mikil neikvæð orka hafi myndast þarna sem varð valdur af því að fólkið varð svona þungt og þreytt.

Ég get varla lýst því hvað þau hlóu mikið af mér og gerðu grín, og þau actually spurðu mig hvort ég gerði mér grein fyrir því hvað það væri ólíklegt. Ég spurði bara á móti hvort að þau gerðu sér grein fyrir hvað þau væru að segja.

Ég meina, hvort er ólíklegra?

Ok, núna vitum við það að við vitlaust jarðtengd raftæki geta myndað neikvæða orku sem veldur því að fólk fái hausverk og verði þreytt. Við vitum það að afstæða stjarna og tungls hefur áhrif á það sem gerist hérna á jörðinni, við vitum að það er mikið segulsvið á mörgum stöðum á jörðinni.
Hvers vegna er þá það fyrsta sem fólki dettur í hug draugagangur og íllir andar??? Ég meina, líkurnar á því að einhver dauð manneskja, týnd sál, íllur andi osfrv komi og valdi usla hérna í raunveruleikanum eru svo brjálæðislega hverfandi að ég efast um að það sé hægt að reikna það, hitt er þó allavega hægt að reikna með líkinda reikningi þó stjarnfræðilegar líkur séu.

Magnús Skarphéðinsson var einu sinni í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér fannst hann áhugasamur maður með öllu, og finnst reyndar enn, og fróður um ýmis mál. Þegar hann sagði okkur frá því að geimverur áttu að lenda á snæfellsjökli árið ´94 þá varð ég heldur en ekki spenntur og vildi sko fara og sjá það. Svo kom á daginn og engar geimverur komu, hann hélt því nú fram að þær hafi komið og enginn hafi séð þær nema þeir sem vildu.

Nema þeir sem vildu…….álit mitt á honum breyttist yfir í bjána.
Seinna heyrði ég sögu sem hann sagði um konu hérna á landi sem var umfrymismiðill. Þeir sem ekki vita hvað það er, þá er það miðill sem ælir umfrymi og umfrymið tekur á sig mynd hins látna og getur þannig talað við fólk.

Ég á bara ekki eitt aukatekið orð.

Ekki er ég nú lífræðingur og veit svo sem ekkert mikið um umfrymi, en ég veit þó að það er efni sem bindur saman frumurnar í líkamanum. Án umfrymis myndu frumurnar bara fara á flakk og allt fara í kaós og við myndum svo surely die!!!!
Ef einhver myndi æla því útúr sér….!??!?!?!!!?? sem btw er ekki fræðilegur möguleiki þá myndi sá hinn sami deyja.

Eftir þessa sögu sem hann sagði verð ég því miður að játa það að maðurinn er ekki í miklu áliti hjá mér sem fræðimaður. Góður sögumaður kanski en ekki meira.

Ég hef heyrt margar sögur af draugahúsum. Það eru víst nokkur draughús uppí grafarvogi, bústaðarhverfinu, nokkrum stöðum úti á landi osfrv. Hvernig stendur á því að enginn geti sagt mér hvar þessi hús eru nákvæmlega? Það eru allir vissir um þau séu til, en hvar eru þau????

Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem getur farið með mig í draugahús, sýnt mér það og vonandi verð ég vitni af draugagangi í leiðinni (ekki skilyrði samt). Án gríns sko, ef einhver gæti sýnt mér eitthvað draugahús þá yrði ég mjög þakklátur.

Þörf mannfólksins fyrir að vekja athygli á sér er mikil. Það er löngu sannað. Hafiði tekið eftir að fólk sem sér drauga eru flestum tilfellum svipaðar týpur. Þau eru artí týpur nánast undantekningalaust, tilfinninganæmar, og í ótrúlega miklum mæli kvenkyns. Eftir smá spjall við nánast alla sem ég hef hitt sem segjast hafa séð drauga segja allir “ég vil ekki tala um þetta”. Af hverju ekki? Er það af því að það sem ég segi er rökrétt og fólk gerir sér grein fyrir að það sé sennilega að ímynda sér hluti?

Ég veit ekki…..ég reyni að vera ekki dónalegur, það getur verið að ég verði kanski hrokafullur en það er þó ekki viljandi og bara af því að ég fæ bara kjánaleg og barnaleg svör. Er einhver þarna sem getur rætt þetta með röksemi og gáfuega? Ef svo er þá er hinum sama boðið í kaffi til mín.

Margir segjast hafa séð konu þarna og mann hinu meginn og allskonar. Oftast eru þetta fólk úr fortíðinni og mjög drungalegt.
Merkilegt er að í flestum tilfellum þá passar lýsingin saman hjá fólki. En takið fólkið í einrúmi og spjallið við það og lýsinginn fer gersamlega í rugl. Hvernig stendur á því?

Nú er það vitað að heilinn í okkur er langt frá því að vera fullkominn, þó mjög vandað líffæri sé. Allar upplýsingar sem koma inn um augun á okkur verða til sem mynd í heilanum.

Hver kannast ekki við það að líta snöggt til hliðar og sýnast sjá eitthvað? Ég hef séð fólk og ketti og ég veit ekki hvað og hvað en af einhverri ástæðu er það alltaf horfið þegar ég lít aftur. Heilinn getur tekið svona mynd og brennt hana. Þegar fólk er þreytt og svoleiðis, þá eru líkur á því að það sem augað sendir inn í heilann er óskýrt þá bara býr heilinn til mynd af því, svo þegar fólk fer að skoða betur, þá er bara manneskja þarna. Heilinn er búinn að segja að hún sé þarna og það stendur!!!

Kannast einhver hér við það að leggja eitthvað frá sér, standa kanski upp og ætla svo að ná í hlutinn og þá er hann bara einfaldlega horfinn! Þú leitar og leitar en bara finnur hann ekki, þú margoft ferð yfir staðinn sem þú settir hlutinn og hann bara er ekki þar. Svo sestu niður í sjokki og segir bara “ja hérna hér, þetta er dularfullt” og búmms!!!! hluturinn er nákvæmlega þar sem þú settir hann.

Er þetta draugagangur eða getur verið að þetta sé galli í sjónkerfinu og heilanum okkar?

Ég bara spyr.

Jæja, ég geri mér grein fyrir að þetta er svona í lengri kantinum og hljómi kanski svolítið kjánalega, enda frekar erfitt að koma þessu frá sér þegar maður er ekki betri penni en ég er.

Ég ætlast til að fólk svari með kurteisi og sé ekki að koma með 12 ára komment eins og “hey ég sá nú einu sinni hurðahún hristast”

Endilega segið mér hvernig þið sjáið málin og af hverju ég geti ekki trúað á draugagang.

birt með fyrirvara um stafsetningar villur.

Takk fyri
ibbets úber alles!!!