Hæ hæ
Ég bý í húsi sem er mjög reimt og hefur verið það síðan við fluttum í það fyrir 5 árum t.d. fyrstu vikuna sem við sváfum þarna fékk vinkona mín að gista og við vorum vakandi fram á nótt og allt í einu byrjuðum við að heyra bjölluhljóð í kringum okkur og urðum svoldið hræddar, síðan heyrðum við þar sem opnaðist spiladós og við heyrðum einhvern trekkja hana upp og svo spilaði hún lag sem ég hef aldrey á æfi minni heyrt, við vorum ornar alveg verulega hræddar en þá allt í einu byrjaði kassi fullur af bókkum að hreifast og færðist að rúminu mínu og urðum við svo hræddar að við hlupum niður og ég svaf ekki í herberginu mínu í langan tíma eftir þetta.

Síðan núna nýlega var ég að flytja mig niður í herbergi í kjallaranum sem systir mín átti og systir mín er rosalegt skign og talar við drauga og finnst bara fínt að hafa þá í kringum sig því hún hefur bara lært að hafa þá hjá sér. En nú get ég ekkert sofið þar því ég heyri í fólki tala á fullu það er eins og að það sé partý í herberginu mínu ekkert smá böggandi. Og síðan líður mér eins og að það standi geðveikt margir yfir rúminu mínu. Ég hef reyndar alltaf heyrt í draugum en get ekki séð þá en ég hef getað losað mig við þá nema núna það er eins og þeir hlusti ekki á mig þegar ég reyni að rekaa þá burt.
Hvað á ég að gera ?

kv.lolabunny