Það sem að sífellt er að koma í ljós að mínu mati í gegnum miðla og hugsanasamband frá tilvistarsviði ,,látinna'' manna og kvenna er að jörðin sé í raun uppeldisstaður okkar. Við erum að þeirra sögn andar á þroskabraut sem að ekki sér fyrir endann á.
Nýjustu rannsóknir í skammtaeðlisfræði benda okkur á að heimurinn að handann er harla ólíkur okkar heimi í útliti og gerð. Munurinn sé sá að hann liggji eingöngu á hærra tíðnissviði heldur en okkar heimur. Og að þegar að við förum á hærra tíðnissvið þá munum við skynja hann sem efniskenndann heim og þennann heim sem óefniskenndan. Einnig er sagt að við það að við komumst á hærra tíðnisvið þá séum við einnig að losa okkur við ákveðnar takmarkanir sem að koma í veg fyrir að við fullnýtum hæfileika okkar. Þeir segja að svokallaðir neikvæðar tilfinningar og eyðandi hugsanir séu það sem að haldi okkur í skefjum eða í lægri víbringi. Markmiðið sé hins vegar að þroska okkur með því að hækka þennan víbring og koma okkur á hærra tíðnisvið þar sem að við erum ekki eins takmörkuð.
Það sé hins vegar þroskandi að lifa lífinu með þessum takmörkunum um tíma svo verða þær óþarfi. Takmarkanirnar eru nánast eingöngu í huga okkar.
Ótti, efi um eigin getu, óöryggi, reiði, og ýmislegt fleira er svokölluð neikvæð orka og um leið og hugsanir okkar beinast að þessum þáttum þá erum við að hlaða inn á okkur slíkri orku og magna hana í okkar tilfinningasviði. Þetta lækkar víbringinn okkar og kemur í veg fyrir að við getum fullnýtt möguleikana okkar og notið lífsins á hamingjusamari hátt.
Nú sé reyndar verið að reyna að beina mannkyninu inn á þá braut að hækka tíðnisvið sitt og jarðarinnar.
Það þýðir ekki að maður eigi að sitja og hugleiða allann daginn og neita sér um lífsins lystisemdir. Það snýst um að láta þær eftir sér en ekki láta þær ganga út í öfgar. Láta andann ráða. Hann veit hvenær á að hætta. Maður ætti að losa sig kerfisbundið við allar neikvæðar hugsanir og tilfinningar og horfast í augu við sjálfann sig og sína galla. Nota innsæið betur og fullnýta möguleika sína. Ná markmiðum sínum og reyna að lifa í núinu.
Áhyggjur morgundagsins og eftirsjá gærdagsins ræna frá okkur orku sem að við gætum betur nýtt til þess að njóta nú-sins.
Einnig er sagt að við eigum að gæta hugsana okkar því að allt sem að maður lætur frá sér í hugsun kemur til baka.
Endilega leyfið mér að heyra ykkar hugleiðingar!!!