Hér ætla ég að nefna nokkur atvik sem hafa tekið sinn stað í þessu dularfulla húsi sem ég bý í.
ég get svoleiðis svarið það að þetta er satt…
Klukkan var 4 um nótt og vinur minn var að gista hjá mér og við vorum að horfa á vídeó. Heyrum við þá að það væri einhver upp í eldhúsi fyrir ofan okkur og væri hreyfa við borðstólunum. Ég hélt fyrst að þetta væri annað hvort mamma eða pabbi. Svo byrjuðu stólarnir að dragast eftir gólfinu með ágætis látum. Þá byrja mamma og pabbi að kalla niður og spurðu hvaða læti þetta voru í okkur með eldhússtólanna. Ég reyndi segja þeim að ég hafi ekkert verið upp í eldhúsi. Þau trúðu mér ekki.
Köttur nágrannans okkar var dökkgrár og var alltaf með rautt hálsmenn með ógeðslegari pirrandi bjöllu. Hann var alltaf vanur að ráfa um garðinn okkar og mjálma upp við gluggana á nóttini.
Þessi köttur dó seinna, var keyrt yfir hann. Nágrannarnir gráfu hann í garðinum okkar.
Eina nóttina þegar ég lagst upp í rúm og fór að horfa á nátthrafna á Skjá einum þá heyri ég í pirrandi kattarbjöllu í garðinum. Ég leit út um gluggan og þar var þessi sami köttur sem átti að vera
dáinn. Hann var með hálsmennið sitt rauða og maður sá að hann hafi lent í einhverskonar slysi því hann var allur í sárum og var skítugur og hárin voru svolítið reytt. Hann fór svo seinna um kvöldið og kom aldrei aftur. Geta dýr draugað?
Eitt fimmtudagskvöldið kl. 6 þá vorum við að borða kvöldmat. Bróðir minn var með vatnsglas. Hann drakk úr því og lét það frá sér. 'A sama tíma og það snerti borðið sprakk glasið og þúsund glerbrot fóru í allar áttir.
Daginn eftir á föstudags kvöldi líka kl. 6 þegar við vorum að borða kvöldmat þá gerðist nákvæmlega sami atburður aftur. Hann var að drekka vatn úr sömu gerð af glasi, strax og það snerti borðið þá sprakk það. Skrýtin tilviljun.
Þegar við fluttum í húsið þá þurftum við að gera við bílskúrinn.
Ég og pabbi vorum að rífa gamlan við af gólfinu. Fann þá pabbi gryfju eða einhverskonar holu sem hafði verið falin undir við og lítilli steypu. Þar fundum við exi, kvenmanns skó, heimabruggað vín og allskonar gömul dagblöð og tímarit frá 194? þar ofaní.
Af hverju var þetta falið?. Okkur var aldrei sagt frá þessu.
Hef ég líka oft heyrt raddir konu og karls í samræðum oftast í kjallara ganginum fyrir utan herbergið mitt. Hef ég þó aldrei séð þau. Ég frekar næmur og finn stundum oft fyrir nærveru annara þegar ég er einn eða með vinum. Hef oft lent í því að vera með einum vinum mínum og fundist vera einhver í herberginu með okkur.
Ég er alls ekki að ljúga. Ég get lofað því og ég myndi aldrei hafa mig í það að ljúga svona asnarlegari frásögn…
Nú spyr ég:
Hvað myndir þú gera ef þú værir í mínum sporum?