ég var að horfa á skemmtilega heimildarmynd um Grygorji Raspútín og þar kom margt fram sem mér fannst mjög athyglisvert. fyrir þetta var það eina sem ég vissi um manninn var að hann hefði verið einhver sérvitringur sem hafði tekist að lækna son Nikulásar II keizara Rússlands og Alexöndru keizaraynnju, Alexis úr einhverjum blóðsjúkdómi.
eftir að hafa horft á þessa heimildarmynd þá fékk maður algerlega nýja sýn á manninn. hún byrjaði á því að fjalla lauslega um æsku raspútíns. snemma fór fólk að óttast hann og hans hæfileika. hann gat víst læknað hesta með handayfirlagningu og fleira. raspútín var frá litlu þorpi í Síberíu og drógst hann snemma í drykkju og þjófnað og var hann litinn hornauga af samborgurum sínum. hann giftist snemma og eignaðist 4 börn en yfirgaf seinna konu sína og börn til að ganga í munkaklaustur einhversstaðar í síberíu. þar varð hann fyrir trúarlegri upplifun sem leiddi til þess að hann tók upp líf flökkumunks og flakkaði hann eitthvað um 2-5 ár þvert yfir síberíu og til annara landa m.a. grikklands. á þessari leið sinni hitti hann fyrir trúflokk sem kallaði sig khylykh-ar (man ekki alveg hvernig það var skrifað) og var það mjög svo sérkennilegur hópur fólks. á þessum tíma var mikið um sértrúarsöfnuði og heiðingja í síberíu sem höfðu verið bannfærð af kirkjunni. þessi hópur sem raspútín hitti fyrir safnaðist venjulega saman í grafhýsum og framdi sínar trúarathafnir þar. þar dönsuðu menn þar til þeir fóru í trans og þegar transinum lauk hnigu þeir niður í gólfið. hófst þá eitt stórt kynsvall sem stóð yfir í þó nokkra stund. þetta þótti raspútín athyglisvert og byggði hann trúarkenningu sína lauslega á þessu seinna meir.

nú fór að spyrjast til raspútíns til keizarahjónanna. voru þau miklir aðdáendur hins yfirnáttúrulega og fengu þau marga dulspekinga í heimsókn. þegar raspútín kom var eins og bænum þeirra hefði verið svarað. þarna var ekki kominn einhver loddari úr ríkisstéttinni, heldur fátækur, skítugur og sérvitur bóndi, sem sýndi fram á ótrúlega hæfileika. hann var tíður gestur keisarahjónanna í töluverðan tíma. svo dag einn rudddist hann inn í höllina og gekk beina leið inn í herbergið þar sem Alxis sonur keizarahjónanna lá veikur og lagði yfir hann hendur. eftir drykklanga stund stóð hann upp og viti menn, Alexis var læknaður. Raspútín hafði læknað son keizarahjónanna af ólæknandi sjúkdómi á þessum tíma. eftir þetta varð hann ávalt velkominn í keizarahöllina og gekk þar um óhindraður.

nú hóf Raspútín að þróa trúarkenningu sína. hún fólst í því að með því að drýgja synd þá kæmist maður nærri guði í fyrirgefningu sinni. hann hóf nú að stunda holdlegar syndir með konum jafnt sem körlum vítt og breitt um rússland (þá aðallega í st.pétursborg). þegar dróg á seinni áfangan á þessari trúarkenningu hjá honum var hann farinn að glíma við ekki eingöngu sína eigin djöfla heldur djöfla allra þeirra sem stunduðu kynlíf með honum.

þegar fyrri heimstyrjöldin skall á var Raspútín orðinn verulega skemmdur. hann hafði verið settur í það verk að strjórna rússlandi í fjarveru keisarans og fórst það honum vægast sagt mjög illa úr hendi. hann gerði hverja skissuna eftir aðra og er talið að þetta hafi verið meðal annars sú ástæða sem varð rússlandi að falli.

raspútín hrakaði mjög mikið á þessum tíma og fór hann að hitta konu sem þjáðist af liðargigt og ætlaði hann að reyna að lækna hana. en hvað sem hann gerði þá virtist honum ekki takast það. skömmu eftir þetta fékk hann sýn sem sannfærði hann um að dauði hans væri yfirvofandi. hann skrifaði bréf til keizaraynnjunnar þar sem hann lýsti því að menn myndi reyna að ráða hann af dögum. ef þessir menn reyndust tengdir keizarafjölskildunni á einhvern hátt þá myndi fjölskylda hennar ekki ríkja lengur en í 2-3 ár.
þetta stóðst. stuttu eftir þetta þá boðuðu þrír einstaklingar raspútín til sín í heimsókn og einn þeirra var frændi keizarans. gáfu þeir honum rjómakökur að borða og rauðvín að drekka sem blandað hafði verið með blásýru. var nógur skammtur af blásýru í bæði kökunum og víninu að drepa mætti fleiri fleiri menn. en raspútín át þetta með bestu list og ekkert virtist þetta bíta á hann. þá tók einn af gestgjöfunum upp byssu og skaut hann raspútín sem hneig niður á gólfið. fóru þeir nú og fögnuðu dauða hans, en einum þeirra fannst eitthvað vera skrýtið. hann fór inn í herbergið þar sem raspútín lá og viti menn, ræðst ekki raspútín á hann og reynir að kyrkja hann. manninum tekst að flýja og tilkynna þennan atburð en þegar þeir koma aftur inn í herbergið er raspútín farinn. nú fara þeir að leita af honum og sjá þá blóðslóð sem liggur að glugga einum. hafði þá raspútín stokkið útum gluggann og sjá þeir hann skríðandi í snjónum. hlaupa þeir nú út og skjóta hann 2 skotum í bakið. enn heldur raspútín áfram að skríða og öskra að hann muni segja keizaraynnjunni frá þessu. skjóta þeir hann þá aftur, einu sinni í bakið og einu sinni í hausinn, ekki nóg með það heldur hleypur einn þeirra að honum og byrjar að lemja hann í hausinn með járnkylfu. nú hættir hann að öskra og liggur kyrr. nú draga þeir hann inn í bíl, keyra með hann að á rétt fyrir utan st. pétursborg og stinga honum ofan í vök í von um að hann muni berast út á haf. seinna finnst líkið af raspútín, frosið og við illan leik. við krufningu kemur í ljós að vatn var í lungunum á honum þannig að dauðaorsök var drukknun!!

spá hans reyndist síðar sönn. keizarafjölskildan var tekin af lífi 1 og hálfu ári seinna í kjallara í síberíu. byltingin hafði byrjað.

afsakið hvað þetta er langt en þetta er það styðsta sem ég gat skrifað með sem mestu innihaldi.

en það sem mér fannst merkilegt við ævi Raspútíns var það að fyrrihluti ævi hans byggist mikið upp svipað og ganga jésúsar í eyðimörkinni. hann gengur frá síberíu til grikklandas og aftur til baka osfrv. það er eins og þetta sé samblanda af kristni og satanísku, báðir pólar notaðir til öfga. merkilegt líka viðhorf hans til trúarinnar:“Með syndinni kemstu nær guði í fyrirgefningu!” þetta er eins og djöfullinn orðaði það í Sour Park myndinni:“…without evil there would be no good, so it must be good to be evil sometimes!”
en já kem með meira input á þetta seinna, þarf að henda mér í tíma!
“Ef öl er böl