Guðir, við könnumst öll við þá, helst þá Jehóva félaga okkar sem að elskar okkur öll og um leið og við gerum eitthvað sem að hann vill ekki erum við á hraðferð til helvítis. Yndislegur einstaklingur eins og heyra má. En hvað er hann í raun og veru? Er hann ekki bara hugmynd, einhver persóna sem að við bjuggum til svo að við hefðum einhvern sem að veit betur en við og getur sagt okkur hvað skal gera svo að við getum forðast sjálfstæða hugsun? Hvað með aðra guði? Seif? Loka? Ra? Myoo? Eru þeir eitthvað minna til?
Mín skoðun, og trú, er sú að þeir séu allir til, jafnvel að þeir eigi sér líkamlegt heimili á hinum ýmsu stöðum og að það séu til margar útgáfur af sama guðinum. Hér höfum við nokkuð skíra ímynd af norrænu guðunum, takmarkaða vitneskju af dvergunum og okkar eigin álfa og huldufólk sem að búa í grjóti og hólum. Allt eru þetta verur sem að eru til í okkar augum, og þá sérstaklega álfarnir og huldufólkið því að við erum ENNÞÁ hrædd við að gera eitthvað á hlut þeirra, það eru til svona tuttugu sögur af því að það hefur ekki verið hægt að færa einhverja álfa steina, þetta staðfestir auðvitað ekki tilvist þeirra, en þetta er nógu mikið til að fá mig til að efast um það að þetta séu bara kjaftasögur, fær mig til að trúa að kannski sé eitthvað meira á bakvið þetta allt.
Þetta er líka svipað með frægt fólk, stórfrægar skáldsagna/goðafræði persónur og sögulegar persónur, þessir einstaklingar lifa áfram eins lengi og við munum eftir þeim, Búddha er ennþá sprellandi einhverstaðar í Asíu (eða á mörgum stöðum í Asíu) og þar sem að hann snertir jörðina vex einhver gróður, því sterkari sem trúin er á hann, því fallegri blóm, ef að blóm koma. Trú gefur hugmyndum afl, trúin gefur fólki og hlutum neistann sem að það þarf til að lifa meðal okkar. Trúin á lýðræðið gaf byltingunni afl.
Guðir og hetjur koma frá hjörtum okkar, og þangað munu þær snúa aftur. Án fólksins væru þessar verur ekkert, án okkar væru Halldór Laxness, Herkúles, Leifur Heppni, Kurt Cobain, Napóleon Bonaparte, Adolf Hitler loksins dauðir, en við munum eftir þeim vegna aðdáunar, fyrirlitningar eða annara tilfinninga og þess vegna lifa þeir áfram. Meðan að við munum eftir þeim verður jörðin alltaf staður guða og goðsagna.