Stjórnendur og Verndarandar


Þegar lýsa skal eðli og störfum þeirra anda, sem sjá um þroskun miðilsgáfnanna, kemur sá vandi til sögunar, að heitin á þeim eru ekki föst eða ákveðin.
Þetta á einnig við ýmsar tegundir miðilsgáfunnar. Fræðimenn hafa því reynt að bæta um nöfn spíritistanna á þessum efnum, af því að þau séu ekki nákvæm eða rétt.
Vísindamenn, sem fást við rannsóknir á þessum hlutum kalla venjulega hinar ósýnilegu vitsmunaverur, sem aðstoða miðlana, stjórnendur (controls),
Því það nafn segir ekkert til um það, hvort hér sé um sjálfstæða anda að ræða eða ekki.
Algengasta nafnið meðal miðla á þeim öndum , sem þroska og nota miðilsgáfu
Þeirra , er verndarandi (guide) , en reynslan sýnir, að hægt er að skipta öndum þeim sem birtast, að minnsta kosti í þrjá flokka.
Af þessum flokkum er flokkur verndarandanna að ýmsu leyti merkilegastur. Þetta heiti á við þá anda, sem eru beinlínis tengdir miðlinum með svonefndum skyldleika eða einhverju andlegu aðdráttarafli. Þessi trú er mjög gömul og á rót sína að rekja að minnsta kosti til Forngrikkja og Rómverja, sem kölluðu slíka anda Genius og trúðu því að þeir létu sér mjög annt um velferð jarðneskra skjólstæðinga sína. Hugmyndin breytist smátt og smátt, og nú þýðir Genius eða geni á mörgum Evrópumálum mikla sálarhæfileika ásamt óvenjulegum frumleika.

Spíritistarnir hafa horfið aftur að hinni fornu grísku og rómversku skoðun í þessum efnum. En men vita nú meira um starfsemi þessara anda, af því að þeir sjá um þroska og ræktun yfirvenjulegra miðilshæfileika.

En þegar verndarandarnir hafa þroskað miðilinn, þá geta þeir ekki alltaf notað hæfileika hans. Þeir fá þá aðstoð annarra anda, sem geta það, og þessa anda kalla ég stjórnendur. Aðalmunurinn á þessu tveim flokkum er sá að verndarandarnir hætta aldrei að skipta sér af skjólstæðing sínum, en stjórnendur hirða aðallega
Um að nota miðilsgáfuna, og þegar það er ekki hægt lengur einhverra orsaka vegna, þá yfirgefa þeir miðilinn.

Aðaleghlutverk beggja þessara flokka er, að gera miðilinn að miðli eða meðalgöngumanni milli anda þeirra, sem vilja gera vart við sig, og vina þeirra á jörðinni. Þessi flokkur anda er venjulega alls ófróður um aðferðirnar við samböndin. Aðalósk þeirra er að gera vini sína á jörðinni vara við sig.

Stundum er slíkum öndum leyft að tala sjálfir eða gera vart við sig, en oftast nær taka verndarandar eða stjórnendur skeytin fyrir þá og senda þau.



Aðgát skal höfð í nærveru sála