Hérna koma 2 sögur sem gerðust í fortíðinni…:Þ
Þegar ég var 11.ára var ég í sumarbúðum sem var svaka sport og gaman… Sumarbúðirnar voru á frekar gömlum stað. Við hliðina á húsinu sem við gistum í voru gamlar torfbæja rústir…Ég fann voðalega sterkt á mér þegar ég var inní húsinu sem við gistum í eða að leika mér úti í rústonum eða rétt hjá þeim, en ég fann eiginlega aldrei hvort þetta var gott eða ekki… en yfirleitt fynnur maður hvort það sé.
Við vorum 3 vinkonurnar í sama herbergi..(herbergið var frekar gamaldags eins og húsið) Það voru 2 stólar og skrifborð við gluggann og viðarskápar og kojur.
Allavena eina nóttina vaknaði ég og sá gamla konu sitja í einum stólnum fyrir framan gluggann hún var frekar gömul og í áberandi slitnum og gamaldags fötum, hún sat þarna bara og var að prjóna..Ég fann ekkert á mér hvort hún væri góð eða vond..ég var líka svo þreytt að ég var eiginlega ekkert að pæla í því..eg fór bara aftur að sofa. Seinna um nóttina vaknaði ég (ég var í neðrikoju)og þá stóð þessi kelling yfir mér með einhevrn brjálaðan svip og ég var drulluhrædd og hún stakk mig með einum prjónnum í handabakið á hægri hendinni(sem er frekar séstakt því að yfirleit getur dautt fólk ekki snert mann eða það er ekki oft sem það er, það er líka hættulegra þegar draugar hafa snertigáfu, en þeir geta það reyndar bara á áhveðnum persónum) þegar hún stakk mig og tók prjónin út úr handabakinu kom strax ör, blæddi ekkert kom bara strax ör en þegar hún tók prjónin þá hvarf hún..
ég hef ekki þorað að fara á þennan stað sýðan þá…
Þegar ég var 17 ára vann ég með fyrverandi kærastanum mínum þar sem torfbær er sem er hægt að skoða og allskyns, þar voru sagðar sögur og sungin gömul lög og allskyns. Maður fann alltaf fyrir rosalega saklausu og góðu þegar maður var þar…við gistum alltaf þar því við áttum heima í bænum og langt að keyra…Stundum þegar maður var þar heirði maður oft sagt við mann “halló´,, alltaf rosalega sæt og saklaus rödd þetta kom oft fyrir, kannski kom ”hallóið“ frá einu sérstöku herbergi og ef maður fór svo inní það að kanna málið sá maður ekki neitt. Minn fyrverandi var líka rosalega næmur og stundum á nóttinni eða bara um hábjartan dag var alltaf verið að kalla á hann ”Leifur, Leifur komdu´,, eða eithvað þvíumlíkt en kærastinn minn heitir ekki Leifur..það var strákur sem bjó í torfbænum fyrir langalöngu.
Ég get sagt ykkur svo endalaust svona sögur..en eg bara er ekki að nenna því eins og er…Geri það kannski seinna…
P.S. þeir sem trúa ekki á svona yfirnáttúrulegt stuff…þá er hérna rosalega gott ráð ;)…verið þá ekki að tjá ykkur inná Dulspeki
Kv Lyra
–