Ég er skyggn og ég verð að segja að ég trúi ekki á guð…allavena ekki sem einhvern heilagan mann uppí himninum sem skapaði heiminn, en ég er ekki að segja að það sé eithvað rangt að trúa því, allir hafa sína trú og maður á að bera virðingu fyrir því.
Ég hinsvegar trúi að guð sé góður kraftur sem er allt í kringum okkur bara eithvað sem er gott í heiminum.
Það sem gerist eftir dauðann er að ég held (mig hefur líka oft dreymst um það) er að þeir sem fyrirfara sér lenda á ömurlegum stað þar sem allt er grátt allir eru hræddir, allir eru einmana og allt og allir eru svo vonlausir og einir. Þeir sem fyrirfara sér drepa sig því að þeir halda að þeir verði lausir við allt! Þurfa ekki að ganga frá þessum lausu endum eða neitt. Hinsvegar held ég að þegar þeir deyji fara þeir í þessa veröld og eru lengi að losna úr henni.
Mig hefur dreymt að ég væri í þessari veröld. Ég sá ekki neitt af fólkinu sem var í henni en ég fann rosalega stert fyrir því hvað allir voru einmana hræddir og vonlausir þetta var ömurlegur staður.
Ég trúi á fylgur. Það er að dáið fólk, kannski ættmenni eða getur líka bara verið alveg ókunnugt fylgi manni út um allt er alltaf hjá manni og hjálpar manni. Ég hef sjaldan fundið fyrir minni en það kemur fyrir.
Strákur sem ég þekkti fann oft fyrir sinni hann vissi ekki hver hún var en hann sagði mér að hún hjálpaði honum en dró hann líka oft niður með sér. Þannig að ég held að sumt fólk verði fylgjur.
Svo er það fólk sem maður sér í þessum heimi, fólk sem er dáið en gerir sér samt ekki allt alveg grein fyrir því að það sé dáið. Þannig að það ráfar um í þessum heimi á meðal fólksins sem er lifnadi hérna.
Sumir af þessum draugum gera sér samt alveg grein fyrir því að þeir séu dánir en bara komast ekki úrúr þessum heim, sumir draugarnir eru vondir og ég finn fyrir því þegar ég sé eða finn fyrir draugonum hvort þeir séu vondir eða góðir. Ég hef oft séð fólk þá er ég að meina dáið fólk, sem gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að það sé dáið eða bara kemst ekki útúr þessum heimi.
Ég held að fólk sem trúir að það séu draugar allt í kringum okkur geti séð draugana eða fólkið, en það fólk sem trúa ekki á þetta, halda bara að þetta sé tóm ýmindum eða lygi í þeim sem segjast hafa séð þetta sjái ekki. Það er líka sumt fólk sem finnur kannski fyrir einhverju en sjá ekki og vilja allsekki sjá þá geta þeir lokað á þetta.
Svo trúi ég á líf eftir dauðann. Sumt fólk endurfæðist einhverstaðar annarsstaðar í allt öðru landi en í seinasta lífi. Strákur sem ég þekkti sem var mjög næmur gat fundið hvort að maður væri gömul sál eða ekki (sem er þá hvort maður sé að fæðast í fyrsta skipti eða hafi fæðst áður.)
Þetta er það sem ég trúi en það eru náttúrulega fáir sem trúa á Það nákvæmlega sama en vildi bara koma mínu á framfæri.
Lyra
–