Allir þekkja að meira eða minna leyti það, sem venjulega er kallað huglestur eða hugsanaflutningur, en vísindamenn kalla fjarhrif.Þetta svið hefur lengi verið deiluefni, en nýjar rannsóknir í ameríku hafa því nær bundið enda á þær deilur.

Undir umsjón William McDougal professors, sem var heimskunnur sálarfræðingur, hefur dr. J. B. Rhine í Duke-háskólanum í Norður-karólínu gert mjög margar tilraunir á stútendum til þess að fá vitneskju um það, hvort hægt sé að lesa hugsanir annarra beinlínis,- það er að segja án þess að nota hinar venjulegu aðferðir til þess að láta í ljós hugsanir.

Meira en hundrað þúsund tilraunir hafa verið gerðar á fjórum árum,og sú tala og sá tími er nægilegur til þess að ganga úr skugga um, að þetta er áreiðanlegt.
Árangurinn hefur orðið sá, að fjarhrifin eru veruleiki.
Fyrir allmörgum árum gerðu ýmsir frægir vísindamenn tilraunir um þetta efni, og kom þá í ljós, að hægt er að senda úr einum hug í annan alla sálarstarfsemi manna, þar á meðal skynjanir.
Svo sem lykt, bragð o. S. Frv og þetta olli því, að menn hættu að nota orðið hugsanaflutningur og bjuggu til orðið telepatia eða fjarhrif.
Almenningur hefur áreiðanlega áhuga á einni tegund fjarhrifum,- það er að segja hinum sjálfkrafa fjarhrifum, þegar hugsanir eða tilfinningar eru sendar ósjálfrátt.
Við höfum flest reynt eitthvað slíkt.Algengt er það, að okkur dettur í hug einhver sérstakur maður, sem við höfum ekki hugsað um í háa tíð og höfum engan sérstaka ástæðu til að hugsa um, en skömmu síðar mætum við þessum manni eða hann hringir í okkur.
Persónur, sem eru nátengdar í hugsun og tilfinningum , verða oft fyrir þessari tegund fjarhrifa.Einkum á það sér stað um hjón.

Nýlega heyrði ég af manni sem hafði orðið oft fyrir þessu. Hann vissi meira að segja stundum, hvað konan hans var þá að gera, eða keypt eitthvað fyrir hana, sem hún þurfti þá sérstaklega á að halda. Stundum varð þetta til óþæginda.
Maðurinn keypti t.d. leikhúsmiða, en þegar hann kom heim, var konan hans búinn að kaupa miða að sama leikhúsinu.
Eða hann keypti gjöf handa konu sinni um sama leyti og hún var, í annarri búð að kaupa samskonar gjöf handa honum.
Líta má á fjarhrifin sem eina af mikilvægustu uppgötunum aldarinnar.
Þau sýna að minnsta kosti, að hin gamla hugmynd um skilningarvitin sem einu þekkingarleið vora er ekki alveg rétt.Við getum haft andlegt samband á yfirvenjulegan hátt án þess að nota skilningarvitin.
Engin, sem leggur stund á sálræn vísindi, getur komist hjá því, að kynna sér fjarhrif.þ Þau liggja í einni eða annarri mynd til grundvallar fyrir öllum hugrænum yfirvenjulegum fyrirbrigðum, bæði frá lifendum og liðnum.
Fróðir menn telja þau ákaflega mikilvæg, og við vitum, að þau eru í ætt við skyggni, dulheyrn, hlutskyggni og aðrar tegundir er sálræns næmleika.
Einkanlega á þetta við, þegar um er að ræða samband við framliðna menn.Það er hægt að æfa þennan hæfileika, og hann er að nokkru leyti undir yfirráðum viljans.
Viljinn getur bæði aukið hann og minnkað. Og allt bendir í þá átt, að við höfum öll þennan hæfileika, dulinn eða augljósan.


Aðgát skal höfð í nærveru sála